„Þetta verður skandinavískt landslið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 12:00 Sigvaldi Guðjónsson skorar framhjá verðandi samherja sínum hjá Kolstad, Torbjørn Bergerud. epa/Anne-Christine Poujoulat / POOL Sigvaldi Guðjónsson segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Kolstad sem er með ofurlið í smíðum. Viðræður stóðu yfir í nokkurn tíma. Sigvaldi er einn sex leikmanna sem Kolstad kynnti til leiks í gær. Hinir eru félagi hans í íslenska landsliðinu, Janus Daði Smárason, og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Sigvaldi, Janus, Bergerud og Gullerud koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Bergerud, Gullerud, Rød og Sagosen eru í burðarhlutverkum í ógnarsterku landsliði Noregs og sá síðastnefndi er að margra mati besti leikmaður heims. Eins og sést á þessum félagaskiptum eru forráðamenn Kolstad afar stórhuga og stefna á að koma Þrándheimsliðinu í fremstu röð í Evrópu á næstu árum. Nokkrir mánuðir eru síðan Kolstad-menn settu sig í samband við Sigvalda. „Við höfðum talað lengi saman en maður vissi ekki hvort þetta myndi gerast eða ekki. Þetta var draumur hjá þeim og svo bara gerðist þetta. Það er ekki langt síðan var allt klárt en ég er bara mjög sáttur. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi í gær. Sá sæng sína upp reidda Að hans sögn eru um mánuður síðan allt var frágengið. Sigvaldi kemur til Kolstad frá pólska meistaraliðinu Kielce þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og ljóst var að hann yrði ekki áfram þegar Kielce samdi við franska hornamanninn Benoit Kounkoud. Sigvaldi hefur notið tímans hjá Kielce.getty/Foto Olimpik „Þeir náðu í hægri hornamann þannig að ég vissi alveg hvað var í gangi. Hægri hornamaðurinn hjá þeim núna er Pólverji [Arkadiusz Moryto] og þeir þurfa að hafa einhverja Pólverja í liðinu. Maður skilur það alveg og ég verð að sætta mig við það. Tvö ár hérna er flott. Ég hef verið mjög ánægður og það hefur gengið ágætlega nema ég hef verið svolítið mikið meiddur,“ sagði Sigvaldi. Stefna hátt í jafnri Meistaradeild Kielce er með yfirburðalið heima fyrir, hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og bikarmeistari tólf sinnum á síðustu þrettán árum. Tímabilin verða því að stóru leyti dæmd út frá því hvernig gengur í Meistaradeild Evrópu. Og Kielce-menn ætla sér stóra hluti í henni í vetur. „Við eigum alveg mikla möguleika. Við erum með flott lið, það hefur verið svipað síðustu árin og komin einhver menning í félagið. Svo er ekkert eitt lið í Evrópu sem er miklu betra en hin í dag,“ sagði Sigvaldi og benti á að Kielce hafi átt tiltölulega fáa leikmenn á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, miðað við önnur stór lið í Evrópu. Kielce er á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Sigvaldi var valinn í lið þarsíðustu umferðar í Meistaradeildinni fyrir frammistöðu sína í sigri á Porto, 39-33. Hann skoraði níu mörk í leiknum. Sigvaldi segist ekki hafa rætt við önnur félög en Kolstad; viðræður hafi farið það snemma af stað og tilboð Kolstad var freistandi. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Að fá Janus með og Sagosen. Þetta verður skandinavískt landslið eftir nokkur ár. Það verður gaman að vera með í þessu frá byrjun,“ sagði Sigvaldi. Sigvaldi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.vísir/andri marinó Kolstad veitir ekki af liðsstyrk en þegar þetta er skrifað situr liðið í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir níu leiki. Líkurnar á að Kolstad verði í Evrópukeppni á næsta tímabili eru sáralitlar en Sigvaldi segir að það hafi ekki fælt frá. „Alls ekki, ég hef fulla trú á því að við komumst í Evrópukeppni allavega á næsta tímabil. Þetta gæti verið eitt ár sem við erum að vinna okkur upp en svo verður þetta lið gott,“ sagði Sigvaldi. Barátta við gömlu félagana Liðið sem Kolstad þarf að fella af stallinum, til að verða meistari og komast í Meistaradeildina, þar sem Noregur á aðeins eitt sæti, er Elverum sem er einmitt gamla liðið hans Sigvalda. Hann lék með Elverum 2018-20 og varð tvöfaldur meistari með liðinu bæði tímabilin sín hjá því. Sigvaldi fagnar marki í leik með Elverum.epa/JULIEN DE ROSA „Elverum er liðið sem við þurfum að vinna. Það verða hörkuleikir. Elverum er með mjög sterkt lið og halda áfram að styrkja sig,“ sagði Sigvaldi. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í gær og æfir í vikunni. Sigvaldi verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að jafna sig á meiðslum í hæl. „Það smá vesen á hælnum sem ég þurfti að láta laga. Ég fór í sprautu og þarf að hvíla í tíu daga,“ sagði Sigvaldi að lokum. Norski handboltinn Pólski handboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Sigvaldi er einn sex leikmanna sem Kolstad kynnti til leiks í gær. Hinir eru félagi hans í íslenska landsliðinu, Janus Daði Smárason, og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Sigvaldi, Janus, Bergerud og Gullerud koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Bergerud, Gullerud, Rød og Sagosen eru í burðarhlutverkum í ógnarsterku landsliði Noregs og sá síðastnefndi er að margra mati besti leikmaður heims. Eins og sést á þessum félagaskiptum eru forráðamenn Kolstad afar stórhuga og stefna á að koma Þrándheimsliðinu í fremstu röð í Evrópu á næstu árum. Nokkrir mánuðir eru síðan Kolstad-menn settu sig í samband við Sigvalda. „Við höfðum talað lengi saman en maður vissi ekki hvort þetta myndi gerast eða ekki. Þetta var draumur hjá þeim og svo bara gerðist þetta. Það er ekki langt síðan var allt klárt en ég er bara mjög sáttur. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi í gær. Sá sæng sína upp reidda Að hans sögn eru um mánuður síðan allt var frágengið. Sigvaldi kemur til Kolstad frá pólska meistaraliðinu Kielce þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og ljóst var að hann yrði ekki áfram þegar Kielce samdi við franska hornamanninn Benoit Kounkoud. Sigvaldi hefur notið tímans hjá Kielce.getty/Foto Olimpik „Þeir náðu í hægri hornamann þannig að ég vissi alveg hvað var í gangi. Hægri hornamaðurinn hjá þeim núna er Pólverji [Arkadiusz Moryto] og þeir þurfa að hafa einhverja Pólverja í liðinu. Maður skilur það alveg og ég verð að sætta mig við það. Tvö ár hérna er flott. Ég hef verið mjög ánægður og það hefur gengið ágætlega nema ég hef verið svolítið mikið meiddur,“ sagði Sigvaldi. Stefna hátt í jafnri Meistaradeild Kielce er með yfirburðalið heima fyrir, hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og bikarmeistari tólf sinnum á síðustu þrettán árum. Tímabilin verða því að stóru leyti dæmd út frá því hvernig gengur í Meistaradeild Evrópu. Og Kielce-menn ætla sér stóra hluti í henni í vetur. „Við eigum alveg mikla möguleika. Við erum með flott lið, það hefur verið svipað síðustu árin og komin einhver menning í félagið. Svo er ekkert eitt lið í Evrópu sem er miklu betra en hin í dag,“ sagði Sigvaldi og benti á að Kielce hafi átt tiltölulega fáa leikmenn á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, miðað við önnur stór lið í Evrópu. Kielce er á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Sigvaldi var valinn í lið þarsíðustu umferðar í Meistaradeildinni fyrir frammistöðu sína í sigri á Porto, 39-33. Hann skoraði níu mörk í leiknum. Sigvaldi segist ekki hafa rætt við önnur félög en Kolstad; viðræður hafi farið það snemma af stað og tilboð Kolstad var freistandi. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Að fá Janus með og Sagosen. Þetta verður skandinavískt landslið eftir nokkur ár. Það verður gaman að vera með í þessu frá byrjun,“ sagði Sigvaldi. Sigvaldi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.vísir/andri marinó Kolstad veitir ekki af liðsstyrk en þegar þetta er skrifað situr liðið í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir níu leiki. Líkurnar á að Kolstad verði í Evrópukeppni á næsta tímabili eru sáralitlar en Sigvaldi segir að það hafi ekki fælt frá. „Alls ekki, ég hef fulla trú á því að við komumst í Evrópukeppni allavega á næsta tímabil. Þetta gæti verið eitt ár sem við erum að vinna okkur upp en svo verður þetta lið gott,“ sagði Sigvaldi. Barátta við gömlu félagana Liðið sem Kolstad þarf að fella af stallinum, til að verða meistari og komast í Meistaradeildina, þar sem Noregur á aðeins eitt sæti, er Elverum sem er einmitt gamla liðið hans Sigvalda. Hann lék með Elverum 2018-20 og varð tvöfaldur meistari með liðinu bæði tímabilin sín hjá því. Sigvaldi fagnar marki í leik með Elverum.epa/JULIEN DE ROSA „Elverum er liðið sem við þurfum að vinna. Það verða hörkuleikir. Elverum er með mjög sterkt lið og halda áfram að styrkja sig,“ sagði Sigvaldi. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í gær og æfir í vikunni. Sigvaldi verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að jafna sig á meiðslum í hæl. „Það smá vesen á hælnum sem ég þurfti að láta laga. Ég fór í sprautu og þarf að hvíla í tíu daga,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Norski handboltinn Pólski handboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira