„Þetta verður skandinavískt landslið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 12:00 Sigvaldi Guðjónsson skorar framhjá verðandi samherja sínum hjá Kolstad, Torbjørn Bergerud. epa/Anne-Christine Poujoulat / POOL Sigvaldi Guðjónsson segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Kolstad sem er með ofurlið í smíðum. Viðræður stóðu yfir í nokkurn tíma. Sigvaldi er einn sex leikmanna sem Kolstad kynnti til leiks í gær. Hinir eru félagi hans í íslenska landsliðinu, Janus Daði Smárason, og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Sigvaldi, Janus, Bergerud og Gullerud koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Bergerud, Gullerud, Rød og Sagosen eru í burðarhlutverkum í ógnarsterku landsliði Noregs og sá síðastnefndi er að margra mati besti leikmaður heims. Eins og sést á þessum félagaskiptum eru forráðamenn Kolstad afar stórhuga og stefna á að koma Þrándheimsliðinu í fremstu röð í Evrópu á næstu árum. Nokkrir mánuðir eru síðan Kolstad-menn settu sig í samband við Sigvalda. „Við höfðum talað lengi saman en maður vissi ekki hvort þetta myndi gerast eða ekki. Þetta var draumur hjá þeim og svo bara gerðist þetta. Það er ekki langt síðan var allt klárt en ég er bara mjög sáttur. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi í gær. Sá sæng sína upp reidda Að hans sögn eru um mánuður síðan allt var frágengið. Sigvaldi kemur til Kolstad frá pólska meistaraliðinu Kielce þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og ljóst var að hann yrði ekki áfram þegar Kielce samdi við franska hornamanninn Benoit Kounkoud. Sigvaldi hefur notið tímans hjá Kielce.getty/Foto Olimpik „Þeir náðu í hægri hornamann þannig að ég vissi alveg hvað var í gangi. Hægri hornamaðurinn hjá þeim núna er Pólverji [Arkadiusz Moryto] og þeir þurfa að hafa einhverja Pólverja í liðinu. Maður skilur það alveg og ég verð að sætta mig við það. Tvö ár hérna er flott. Ég hef verið mjög ánægður og það hefur gengið ágætlega nema ég hef verið svolítið mikið meiddur,“ sagði Sigvaldi. Stefna hátt í jafnri Meistaradeild Kielce er með yfirburðalið heima fyrir, hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og bikarmeistari tólf sinnum á síðustu þrettán árum. Tímabilin verða því að stóru leyti dæmd út frá því hvernig gengur í Meistaradeild Evrópu. Og Kielce-menn ætla sér stóra hluti í henni í vetur. „Við eigum alveg mikla möguleika. Við erum með flott lið, það hefur verið svipað síðustu árin og komin einhver menning í félagið. Svo er ekkert eitt lið í Evrópu sem er miklu betra en hin í dag,“ sagði Sigvaldi og benti á að Kielce hafi átt tiltölulega fáa leikmenn á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, miðað við önnur stór lið í Evrópu. Kielce er á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Sigvaldi var valinn í lið þarsíðustu umferðar í Meistaradeildinni fyrir frammistöðu sína í sigri á Porto, 39-33. Hann skoraði níu mörk í leiknum. Sigvaldi segist ekki hafa rætt við önnur félög en Kolstad; viðræður hafi farið það snemma af stað og tilboð Kolstad var freistandi. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Að fá Janus með og Sagosen. Þetta verður skandinavískt landslið eftir nokkur ár. Það verður gaman að vera með í þessu frá byrjun,“ sagði Sigvaldi. Sigvaldi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.vísir/andri marinó Kolstad veitir ekki af liðsstyrk en þegar þetta er skrifað situr liðið í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir níu leiki. Líkurnar á að Kolstad verði í Evrópukeppni á næsta tímabili eru sáralitlar en Sigvaldi segir að það hafi ekki fælt frá. „Alls ekki, ég hef fulla trú á því að við komumst í Evrópukeppni allavega á næsta tímabil. Þetta gæti verið eitt ár sem við erum að vinna okkur upp en svo verður þetta lið gott,“ sagði Sigvaldi. Barátta við gömlu félagana Liðið sem Kolstad þarf að fella af stallinum, til að verða meistari og komast í Meistaradeildina, þar sem Noregur á aðeins eitt sæti, er Elverum sem er einmitt gamla liðið hans Sigvalda. Hann lék með Elverum 2018-20 og varð tvöfaldur meistari með liðinu bæði tímabilin sín hjá því. Sigvaldi fagnar marki í leik með Elverum.epa/JULIEN DE ROSA „Elverum er liðið sem við þurfum að vinna. Það verða hörkuleikir. Elverum er með mjög sterkt lið og halda áfram að styrkja sig,“ sagði Sigvaldi. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í gær og æfir í vikunni. Sigvaldi verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að jafna sig á meiðslum í hæl. „Það smá vesen á hælnum sem ég þurfti að láta laga. Ég fór í sprautu og þarf að hvíla í tíu daga,“ sagði Sigvaldi að lokum. Norski handboltinn Pólski handboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Sigvaldi er einn sex leikmanna sem Kolstad kynnti til leiks í gær. Hinir eru félagi hans í íslenska landsliðinu, Janus Daði Smárason, og norsku landsliðsmennirnir Sander Sagosen, Torbjørn Bergerud, Magnus Rød og Magnus Gullerud. Sigvaldi, Janus, Bergerud og Gullerud koma til Kolstad næsta sumar en Sagosen og Rød sumarið 2023. Bergerud, Gullerud, Rød og Sagosen eru í burðarhlutverkum í ógnarsterku landsliði Noregs og sá síðastnefndi er að margra mati besti leikmaður heims. Eins og sést á þessum félagaskiptum eru forráðamenn Kolstad afar stórhuga og stefna á að koma Þrándheimsliðinu í fremstu röð í Evrópu á næstu árum. Nokkrir mánuðir eru síðan Kolstad-menn settu sig í samband við Sigvalda. „Við höfðum talað lengi saman en maður vissi ekki hvort þetta myndi gerast eða ekki. Þetta var draumur hjá þeim og svo bara gerðist þetta. Það er ekki langt síðan var allt klárt en ég er bara mjög sáttur. Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi í gær. Sá sæng sína upp reidda Að hans sögn eru um mánuður síðan allt var frágengið. Sigvaldi kemur til Kolstad frá pólska meistaraliðinu Kielce þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og ljóst var að hann yrði ekki áfram þegar Kielce samdi við franska hornamanninn Benoit Kounkoud. Sigvaldi hefur notið tímans hjá Kielce.getty/Foto Olimpik „Þeir náðu í hægri hornamann þannig að ég vissi alveg hvað var í gangi. Hægri hornamaðurinn hjá þeim núna er Pólverji [Arkadiusz Moryto] og þeir þurfa að hafa einhverja Pólverja í liðinu. Maður skilur það alveg og ég verð að sætta mig við það. Tvö ár hérna er flott. Ég hef verið mjög ánægður og það hefur gengið ágætlega nema ég hef verið svolítið mikið meiddur,“ sagði Sigvaldi. Stefna hátt í jafnri Meistaradeild Kielce er með yfirburðalið heima fyrir, hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og bikarmeistari tólf sinnum á síðustu þrettán árum. Tímabilin verða því að stóru leyti dæmd út frá því hvernig gengur í Meistaradeild Evrópu. Og Kielce-menn ætla sér stóra hluti í henni í vetur. „Við eigum alveg mikla möguleika. Við erum með flott lið, það hefur verið svipað síðustu árin og komin einhver menning í félagið. Svo er ekkert eitt lið í Evrópu sem er miklu betra en hin í dag,“ sagði Sigvaldi og benti á að Kielce hafi átt tiltölulega fáa leikmenn á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar, miðað við önnur stór lið í Evrópu. Kielce er á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Sigvaldi var valinn í lið þarsíðustu umferðar í Meistaradeildinni fyrir frammistöðu sína í sigri á Porto, 39-33. Hann skoraði níu mörk í leiknum. Sigvaldi segist ekki hafa rætt við önnur félög en Kolstad; viðræður hafi farið það snemma af stað og tilboð Kolstad var freistandi. „Þetta er mjög spennandi verkefni. Að fá Janus með og Sagosen. Þetta verður skandinavískt landslið eftir nokkur ár. Það verður gaman að vera með í þessu frá byrjun,“ sagði Sigvaldi. Sigvaldi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.vísir/andri marinó Kolstad veitir ekki af liðsstyrk en þegar þetta er skrifað situr liðið í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með aðeins sjö stig eftir níu leiki. Líkurnar á að Kolstad verði í Evrópukeppni á næsta tímabili eru sáralitlar en Sigvaldi segir að það hafi ekki fælt frá. „Alls ekki, ég hef fulla trú á því að við komumst í Evrópukeppni allavega á næsta tímabil. Þetta gæti verið eitt ár sem við erum að vinna okkur upp en svo verður þetta lið gott,“ sagði Sigvaldi. Barátta við gömlu félagana Liðið sem Kolstad þarf að fella af stallinum, til að verða meistari og komast í Meistaradeildina, þar sem Noregur á aðeins eitt sæti, er Elverum sem er einmitt gamla liðið hans Sigvalda. Hann lék með Elverum 2018-20 og varð tvöfaldur meistari með liðinu bæði tímabilin sín hjá því. Sigvaldi fagnar marki í leik með Elverum.epa/JULIEN DE ROSA „Elverum er liðið sem við þurfum að vinna. Það verða hörkuleikir. Elverum er með mjög sterkt lið og halda áfram að styrkja sig,“ sagði Sigvaldi. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í gær og æfir í vikunni. Sigvaldi verður ekki með landsliðinu þar sem hann er að jafna sig á meiðslum í hæl. „Það smá vesen á hælnum sem ég þurfti að láta laga. Ég fór í sprautu og þarf að hvíla í tíu daga,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Norski handboltinn Pólski handboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira