Handbolti

Janus og Sigvaldi kynntir hjá Kolstad

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Janus Daði Smárason er einn þeirra leikmanna sem Kolstad kynnti í dag.
Janus Daði Smárason er einn þeirra leikmanna sem Kolstad kynnti í dag. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Kolstad tilkynnti í dag um sex leikmenn sem munu ganga til liðs við félagið á næstu tveim árum. Meðal þeirra eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Janus og Sigvaldi ganga til liðs við norska félagið eftir yfirstandandi tímabil, en Janus leikur nú með Göppengin í þýskalandi og Sigvaldi með pólska liðinu Kielce. Torbjörn Bergerud, GOG, og Magnus Gullerud, Magdeburg, koma einnig næsta sumar.

Magnus Röd gengur svo til liðs við félagið frá Flensburg ári síðar, ásamt norsku stórstjörnunni Sander Sagosen sem er uppalinn hjá Kolstad.

„Metnaður Kolstad er að verða evrópskt stórveldi,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Kolstad.

„Við höfum hleypt af stokk­un­um draumn­um um að fá Sand­er Sagosen heim. Nú get­um við staðfest að draum­ur­inn hefur ræst. Sander flytur heim til Þrándheims árið 2023 og með honum koma fleiri alþjóðlegir handboltamenn í hæsta gæðaflokki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×