Handbolti

HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
HK sótti óvænt stig norður í dag.
HK sótti óvænt stig norður í dag. vísir/Bára

HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24.

Mikið jafnræði var með liðunum fyrir norðan og ekkert virtist geta skilið þau að. HK-ingar fóru þó með eins marks forystu inn í hálfleikinn, 13-12.

Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora og erfitt reyndist að skilja liðin að. Liðin héldust raunar í hendur allt til leiksloka og niðurstaðan varð 26-26 jafntefli.

KA/Þór er nú með fimm stig eftir fjóra leiki, tveim stigum meira en HK sem hefur þó leikið einum leik meira.

Stjarnan náði þriggja marka forystu gegn ÍBV um miðjan fyrri hálfleik eftir jafna byrjun. Liðið hélt forystunni út hálfleikinn og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-12.

Eftir sterka byrjun Eyjakvenna í seinni hálfleik tóku Stjörnukonur völdin á ný og náðu mest fimm marka forskoti í stöðunni 23-18. Eyjakonur löguðu stöðuna aðeins fyrir leikslok, en niðurstaðan varð tveggja marka sigur Stjörnunnar, 26-24.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×