Handbolti

Elín Jóna fór á kostum í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elín Jóna Þorsteinsdóttir á stóran þátt í því að Ísland vann dýrmætan sigur gegn Serbíu á sunnudaginn.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir á stóran þátt í því að Ísland vann dýrmætan sigur gegn Serbíu á sunnudaginn. Facebook/@hsi.iceland

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Ringkøbing er liðið vann góðan átta marka sigur, 28-20, gegn Steinunni Hansdóttur og liðsfélögum hennar í Skanderborg í danska handboltanum í kvöld.

Heimakonur í Ringkøbing tóku forystuna snemma leiks, og um miðbik fyrri hálfleiks var staðan orðin 10-5. Þær héldu forskotinu út hálfleikinn og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 14-11, Ringkøbing í vil.

Elín og stöllur hennar juku forskot sitt snemma í seinni hálfleik og skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkunum eftir hlé. Þær náðu mest átta marka forskoti í stöðunni 25-17 og héldu því út leikinn. Þær unnu að lokum öruggan átta marka sigur, 28-20.

Elín átti frábæran leik í marki Ringkøbing og varði 12 af þeim 28 skotum sem hún fékk á sig, en það gerir tæplega 43 prósent markvörslu. Steinnunn Hansdóttir komst ekki á blað í liði Skanderborg.

Sigurinn lyftir Ringkøbing upp um þrjú sæti og upp að hlið Horsens í tíunda sæti deildarinnar með sex stig. Skanderborg er nú dottið niður í næst neðsta sæti með fimm stig eftir níu umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×