Hjalti Þór: Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 28. október 2021 21:26 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsótti Breiðablik í Smárann í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög spennandi allt til enda en að lokatölur urðu 106-107, Keflavík í vil. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigurinn en fannst sitt lið ekki spila sinn besta leik. „Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið. Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira
„Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49