Lífið

TikTok-stjarnan Huey Haha er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Huey Haha var með stóran aðdáendahóp á samfélagsmiðlunum TikTok, YouTube og Instagram.
Huey Haha var með stóran aðdáendahóp á samfélagsmiðlunum TikTok, YouTube og Instagram. Instagram

Bandaríska TikTok-stjarnan og grínistinn Huey Haha er látinn, 22 ára að aldri.

People segir frá því að hann hafi látist á mánudaginn að því er segir í færslu á Instagram-síðu Huey Haha. Ekki hefur verið greint frá orsökum andlátsins.

„Hann elskaði og kunni að meta hvern einasta fylgjanda sinn,“ segir í færslunni.

Huey var skær stjarna í heimi samfélagsmiðla og var með um 290 þúsund fylgjendur á Instagram og um 450 þúsund fylgjendur á YouTube. Myndbönd hans á YouTube, flest stutt grínmyndbönd, voru með á bilinu 100 þúsund til 4,5 milljónir áhorfa.

Vinur Huey Haha, Coby Jdn, hóf í kjölfar andlátsins söfnun fyrir tveggja ára dóttur Huey Haha, Princess, sem hann lætur eftir sig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.