Viðskipti innlent

Dregið úr sértækum stuðningi og færri nýta sér úrræðin

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Nokkur úrræði sem gripið var til vegna faraldursins eru enn virk. 
Nokkur úrræði sem gripið var til vegna faraldursins eru enn virk.  Foto: Vilhelm Gunnarsson

Dregið hefur úr sértækum stuðningi ríkissjóðs við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru samhliða efnahagsbata að undanförnu.

Nokkur úrræði sem gripið var til vegna faraldursins eru enn virk en færri sækja nú um þau að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Úrræðin sem nú eru liðin eru til að mynda hlutabótaleið, tekjufallsstyrkir, stuðningslán og lokunarstyrkir en viðspyrnustyrkir og frestun staðgreiðslu af launum eru enn virk.  

Útlit er fyrir talsvert minni þörf fyrir viðspyrnustyrki en það hefur dregið hratt úr greiðslum slíkra styrkja síðastliðnar vikur. Þá hefur hlutdeild ferðaþjónustufyrirtækja í heildargreiðslum viðspyrnustyrkja minnkað. 

Í nóvember 2020 fengu hátt í 1200 rekstraraðilar styrk fyrir ríflega 1,1 milljarð króna og hefur umfang styrkjanna minnkað töluvert síðan þá en í ágúst 2021 fengu til að mynda ríflega 100 rekstraraðilar styrk fyrir um 100 milljónir króna.

Minni aðsókn er einnig í frestun skattgreiðslna en alls hafa rekstraraðilar frestað 3 milljörðum króna það sem af er árinu 2021 en í fyrra námu frestanir 21 milljarði króna.

Í fyrstu var aðeins heimilt að fresta allt að þremur gjalddögum á staðgreiðslu launa á árinu 2020 en um síðustu áramót var veitt heimild til að fresta allt að tveim gjalddögum á árinu 2021.


Tengdar fréttir

16,9 milljarðar í styrki vegna far­aldursins

Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,17
24
1.065.920
SIMINN
0,81
3
67.666
SYN
0,75
12
135.497
BRIM
0,67
2
2.091
SKEL
0,63
3
1.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,95
2
750
MAREL
-1,67
16
382.595
VIS
-1,5
3
3.138
ORIGO
-1,44
5
88.935
HAGA
-1,41
5
41.874
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.