Skiljum engan eftir, út undan eða í hættu Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir skrifa 20. október 2021 20:14 Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun