Handbolti

Magdeburg og GOG byrjuðu Evrópudeildina á sigrum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki GOG í dag.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki GOG í dag. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Íslendingaliðin Magdeburg og GOG unnu bæði sinn fyrsta leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag.

Magdeburg heimsótti rússneska liðið RK Gorenje Velenje. Eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 14-13, tóku þeir forystuna snemma í seinni hálfleik og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 31-27.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg, en Ómar Ingi Magnússon var ekki með liðinu.

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í danska liðinu GOG fóru til Slóveníu þar sem heimamenn í Chekhovskie Medvedi tóku á móti þeim. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir í GOG öll völd og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 39-32.

Viktor Gísli átti fínan leik í marki gestanna og varði tíu skot, sem gerir um 32 prósent markvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×