Viðskipti innlent

Mun stýra fjár­mála­sviði Wise

Atli Ísleifsson skrifar
Elín Málmfríður Magnúsdóttir.
Elín Málmfríður Magnúsdóttir. Wise

Elín Málmfríður Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Wise. Hún tekur við stöðunni af Gunnari Birni Gunnarssyni. 

Í tilkynningu segir að hlutverk framkvæmdastjóra fjármálasviðs verði meðal annars að halda utan um og styðja við uppbyggingu félagsins og stefnumótun, móta og fylgja eftir fjárhagsáætlun ásamt verkefnum tengdum daglegri fjármálastjórn og fjármögnun félagsins.

„Elín er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, ráðgjöf og verkefnastjórnun. Undanfarin ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri Vaka fiskeldiskerfa á Íslandi og samfara því séð um fjármálastjórn í dótturfélögum þess í Noregi, Chile og Skotlandi. Þar áður kom hún að stofnun M7 ráðgjöf þar sem hún vann sem fjárhagsráðgjafi. Elín bjó með fjölskyldu sinni í Danmörku í tæp 10 ár þar sem hún vann sem Viðskiptastjóri (e. Business Controller) hjá Eurofins NSC A/S. Þar hafði hún ásamt hópi sérfræðinga yfirumsjón með fjármálastjórn fyrirtækja Eurofins í Danmörku og Finnlandi. Elín er gift Sveini Snorra Magnússyni sérfræðingi hjá Gagnaveitu Reykjavíkur og saman eiga þau 3 börn,“ segir í tilkynningunni. 

Wise er söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum ásamt sérlausnum fyrir íslenskan markað og hefur meðal annars sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga og sjávarútvegslausna með Wisefish lausninni sem er nú notuð í yfir 25 löndum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,76
12
188.387
SJOVA
1,07
12
215.193
MAREL
0,96
36
750.138
SYN
0,76
3
20.834
SKEL
0,32
7
115.257

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
10
152.594
ARION
-1,08
23
567.811
LEQ
-0,89
3
13.669
SIMINN
-0,8
11
143.448
KVIKA
-0,79
21
322.921
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.