Handbolti

Teitur Örn til Flensburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Teitur Örn Einarsson er kominn til Þýskalands.
Teitur Örn Einarsson er kominn til Þýskalands. getty/Alex Nicodim

Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Flensburg.

Teitur kemur til Flensburg frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í gær var greint frá því að Teitur væri búinn að leika sinn síðasta leik fyrir Kristianstad.

Flensburg sárvantar örvhenta skyttu enda eru þeir Magnus Rød og Franz Samper meiddir. Flensburg er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Í fyrradag tapaði liðið fyrir Magdeburg, 33-28.

Samningur Teits við Flensburg gildir út tímabilið. Auk hans hefur Flensburg fengið örvhentu skyttuna Michael Müller. Teiti var úthlutað treyju númer 34 hjá Flensburg.

Teitur, sem er 23 ára, gekk í raðir Kristianstad frá Selfossi 2018. Samningur hans við sænska félagsins átti að renna út eftir þetta tímabil.

Selfyssingurinn hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið og lék meðal annars með því á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku.

Teitur gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Flensburg þegar liðið sækir Veszprém heim í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.