Finnur Freyr: Við trúum því að þetta lið sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann Árni Jóhannsson skrifar 14. október 2021 22:33 Finnur var ánægður með sína menn í kvöld Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15