Þungavigtin: Matthías sagði sína skoðun á stjórnlausa svartholinu Tyler Sabin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 11:31 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem Rikki G íþróttafréttamaður stýrir ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Þungavigtin Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin fór á kostum með KR-ingum í körfuboltanum á síðustu leiktíð en það voru ekki allir liðsfélagarnir nógu ánægðir með hann. Matthías Orri Sigurðsson sagði sína skoðun á Sabin þegar hann mætti í hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina. Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift. KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift.
KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira