Þungavigtin: Matthías sagði sína skoðun á stjórnlausa svartholinu Tyler Sabin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 11:31 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem Rikki G íþróttafréttamaður stýrir ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Þungavigtin Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin fór á kostum með KR-ingum í körfuboltanum á síðustu leiktíð en það voru ekki allir liðsfélagarnir nógu ánægðir með hann. Matthías Orri Sigurðsson sagði sína skoðun á Sabin þegar hann mætti í hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina. Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift. KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift.
KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Sjá meira