Handbolti

Kristján Örn og félagar áfram í franska bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk í kvöld. EPA-EFE/ANNE-CHRISTINE POUJOULAT

Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk þegar hann og félagar hans í franska liðinu PAUC Aix unnu tveggja marka sigur, 36-34, gegn Limoges í 16-liða úrslitum franska deildarbikarsins í handbolta í kvöld.

Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins, en hægt og bítandi náðu Kritsján og félagar yfirhöndinni. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 20-15, Aix í vil.

Liðin skiptust á að skora í seinni hálfleik, en liðsmenn Limoges náðu góðu áhlaupi undir lok leiksins, og minnkuðu muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og fór það því svo að lokum að Kristján og félagar unnu góðan tveggja marka sigur, 36-34, og eru því komnir í átta liða úrslit.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.