Handbolti

Guð­rún Erla talin vera að ganga til liðs við HK

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Erla Bjarnadóttir var lykilmaður í liði Hauka áður en hún gekk í raðir Fram. Hún gæti nú verið á leiðinni til HK.
Guðrún Erla Bjarnadóttir var lykilmaður í liði Hauka áður en hún gekk í raðir Fram. Hún gæti nú verið á leiðinni til HK. vísir/bára

HK gæti borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handbolta. Talið er að miðjumaðurinn Guðrún Erla Bjarnadóttir sé að ganga í raðir félagsins.

Það er Handbolti.is sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum síðunnar „hefur Guðrún Erla Bjarnadóttir hug á að ganga til liðs við Kópavogsliðið.“

Guðrún Erla er sem stendur leikmaður Fram og hefur verið frá sumrinu 2020. Hún var í leikmannahópi liðsins í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins sem og leiknum gegn KA/Þór í meistarakeppni HSÍ fyrir mánuði síðan.

Guðrún Erla var hins vegar hvergi sjáanleg þegar Fram mætti KA/Þór og svo Val nú fyrir skemmstu. Það ýtir undir sögusagnir þess efnis að hún sé að hugsa sér til hreyfings.

Miðjumaðurinn þekkir ágætlega til HK eftir að hafa leikið með félaginu fyrir nokkrum árum síðan. Hún hefur einnig leikið með Stjörnunni og Haukum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×