Að skapa örorkuvænt, nýskapandi atvinnulíf Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 27. september 2021 11:30 Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun