„Þá segir bara FIBA að þessi landsleikur verður ekki á Íslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 12:01 Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Daníel Þór Íslenska körfuboltalandsliðið þarf mögulega að spila heimaleiki sína í undankeppni HM erlendis af því að Ísland getur ekki boðið upp á hús sem stenst kröfur FIBA. Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið á að mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í nóvember, febrúar og júní á næsta ári. Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða og leikir íslenska liðsins í nóvember eru í uppnámi af þeim sökum. Það er því líklegt að íslenska liðið þurfi að spila heimaleiki sína í Danmörku. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ræddi við Guðjón Guðnundsson um stöðuna sem er komin upp. „Já, já, það er bara nákvæmlega staðan. Það er það sem er inn í myndinni núna. Við erum búin að tala um þetta í nokkur ár að þetta gæti gerst,“ sagði Hannes. Hannes S. Jónsson í viðtalinu við Gaupa.Skjámynd/S2 Sport „Það eru meiri kröfur fyrir undankeppni HM heldur en undankeppni EM. Hugsanlega fáum við undanþágu fyrir stelpuleikina því þær eru að fara í undankeppni EM. Strákarnir eru að fara í undankeppni HM og þar eru ennþá meiri kröfur frá FIBA fyrir þau 32 lönd sem eru í þeirri undankeppni,“ sagði Hannes. „Okkar góði árangur og þessi árangur að vera á þessum stað hann gerir það að verkum að nú erum við komin á þann stað að FIBA er bara búið að fá nóg,“ sagði Hannes. „Laugardalshöllin er ekki í lagi og hún hefur ekki verið í lagi í hátt í ár. Hún virðist ekki vera í góðu standi fyrr en einhvern tímann eftir jól í fyrsta lagi. Þá er næsta skref að sækja um undanþágu og við erum á undanþágu með Laugardalshöllina. Núna erum við að sækja um undanþágu ofan á undanþágu og FIBA sagði bara stop,“ sagði Hannes. „Þannig er staðan. Til dæmis eru bara tvær körfur til á landinu sem eru löglegar og þær eru báðar staddar hér í Laugardalshöllinni. Bæði er mjög erfitt að nálgast þær eins og staðan er í dag vegna framkvæmdanna í Laugardalshöllinni. Einnig eru þær þannig gerðar að það er mjög erfitt að flytja þær,“ sagði Hannes. „Ef við náðum ekki á næstu tveimur vikum að koma þessum körfum á Ásvelli, í Smárann eða í þann stað sem við teljum getað farið í næst. Þá segir bara FIBA, þetta er bara búið og þessi landsleikur verður ekki á Íslandi,“ sagði Hannes. Það má finna allt spjall Gaupa við Hannes hér fyrir neðan. Klippa: Formaður KKÍ um stöðu heimaleikja karlalandsliðsins
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira