Er núverandi peningakerfi komið á endastöð? Víkingur Hauksson skrifar 24. september 2021 09:16 Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Eðli skulda Síðan heimurinn fór af gullfætinum hefur hann einkennst af skuldum, en skuldir eru rót efnahagslegra sveifla því þær eru í eðli sínu sveiflukenndar. Þegar aðili tekur lán getur hann í nútíðinni eytt meiru en hann þénar. Þetta er þó gert á kostnað framtíðar kaupmátts því þegar lánið er borgað til baka þarf aðilinn að eyða minna en hann þénar. Í hagkerfi sem byggist á lánsfé á hagvöxtur sér stað þegar lánsfé er auðfengið, en samdráttur þegar það er af skornum skammti. Seðlabankar stjórna framboði lánsfés í hagkerfinu með stýrivöxtum. Þeir lækka stýrivexti til að örva skammtíma hagvöxt, því þegar vextir eru lægri er hagstæðara að taka lán, og þegar það er hagstæðara að taka lán þá hafa aðilar samfélagsins meira á milli handanna til skemmri tíma. Efnahagslegar sveiflur Þegar kaupmáttur samfélagsins eykst of mikið umfram raunverulega framleiðni fara vörur að hækka í verði (verðbólga). Þegar verðbólgan verður of mikil að mati seðlabanka þá hækka þeir stýrivexti til að draga úr lántökum og kæla þannig hagkerfið. Þetta er ástæðan fyrir þeim mörgu efnahagslegu sveiflum sem við höfum upplifað í gegnum tíðina. Samdrættirnir fá hinsvegar aldrei að spilast alveg út og leiðrétta þannig ójafnvægið sem myndaðist milli framboðs og eftirspurnar í hagkerfinu þegar útþenslan átti sér stað. Þegar samdráttur byrjar að hafa neikvæð skammtíma áhrif á samfélagið þá lækka seðlabankar stýrivexti á ný til að hrinda af stað nýjum hagvexti. Langtíma skuldasöfnun Þessar tvær staðreyndir eru lykilatriði að átta sig á: Samdrættirnir fá aldrei að spilast alveg út. Þegar seðlabankar lækka stýrivexti þá er mannlegt eðli að endurfjármagna og taka stærra lán, frekar en að borga niður það gamla. Þær eru lykilatriði vegna þess að þær eru ástæðan fyrir því að út úr hverjum samdrætti kemur hagkerfið með hærri skuldir á bakinu. Þess vegna hefur magn skulda í hlutfalli við raunverulega framleiðni farið sívaxandi og stýrivextir verið á stöðugri niðurleið í 40 ár. Pattstaða Nú er síðan heldur betur komið babb í bátinn vegna þess að eftir síðustu áratugi eru stýrivextir nú komnir í kringum núllið á heimsvísu. Þetta þýðir að seðlabankar geta ekki lengur örvað hagkerfið með því að lækka þá, því þeir komast ekki lægra. Ákvarðanir fyrrum stjórnarmanna í gegnum tíðina hafa sett núverandi aðila í stjórn í algjöra pattstöðu, því þeir hafa ekki úr neinum góðum kostum að velja. Þeir hafa í raun bara tvo kosti: Fyrri kosturinn er að leyfa uppsöfnuðum skuldum síðustu áratuga að leiðrétta sig. Þetta yrði mjög sársaukafullt þar sem allir bankar færu á hausinn og það yrði algjört hrun sem tæki 10+ ár fyrir hagkerfið að jafna sig á. Það vill enginn í stjórn að sú atburðarrás verði hans arfleifð, svo það hefur sýnt sig í gegnum söguna að aðilar kjósa frekar síðari kostinn; að halda áfram að gera það sem skapaði vandamálið til að byrja með; örva hagkerfið með enn meiri skuldsetningu. Vandamálið við síðari kostinn er þó það að eina leiðin sem þeim stendur eftir til boða er á kostnað virðis gjaldmiðilsins; peningaprentun. Á þessum tímapunkti erum við komin í "the end game" viðkomandi gjaldmiðils. „The end game” Seðlabankar búa til pening úr þunnu lofti sem þeir nota svo til að kaupa t.d. ríkisbréf, ríkisvíxla og íbúðabréf frá bönkum og stórum fjármálafyrirtækjum. Við þetta hafa bankarnir meira á milli handanna sem þeir geta svo lánað áfram út eða notað til að kaupa aðrar eignir. Þetta lækkar skuldabyrði fyrri skulda og örvar hagkerfið til styttri tíma, en heldur áfram að auka ójöfnuð heimsins; þeir sem eiga eignir hagnast á kostnað þeirra sem eiga þær ekki. Það sem meira er, er að tækniframfarir nútímans valda í eðli sínu verðhjöðnun. Tækniframfarir eru í veldisvexti svo til þess að halda sívaxandi skuldaboltanum á lofti, með því að hindra eðlislega verðhjöðnun, þurfa seðlabankar einnig að prenta peninga í veldisvexti. Þetta er augljóslega ekki sjálfbært og er ástæðan fyrir því að allir valdboðsgjaldmiðlar (“fiat currencies”) verða með tímanum verðlausir (150+ hingað til í sögunni). Bara ef það væri einhver leið út úr þessu brjálæði, leið sem hentar betur þessum tæknivædda heimi... Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun