Ekkert póstnúmer á hálendið, takk! Rúnar Sigurjónsson skrifar 22. september 2021 16:00 Á dögunum gafst mér kostur á góðum fundi og spjalli við stórkostlega skemmtilega félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4x4. Jafnframt fékk ég að kynnast starfsemi þeirra og markmiðum. Þarna fara stór samtök ferðafólks með mikinn áhuga á fjallaferðalögum um hálendi okkar. Þau sýna samt mikla ábyrgð í ferðum sínum og auðsýna umhverfinu einstaka virðingu og alúð. Allt frá stofnun ferðaklúbbsins hafa félagarnir augljóslega lagt þung lóð á vogarskálarnar til að gera landið okkar betra, staðið m.a. fyrir uppbyggingu, uppgræðslu og umhirðu á hálendi okkar sem einstakur sómi er af. Þeir hafa nýtt krafta sína í sjálfboðavinnu við að laga sár eftir óratvísa ferðamenn sem ekið hafa af leið á bílaleigubílum og grætt upp svæði sem eru í dag gróðri vaxnar vinjar en voru áður örfoka auðn. Þetta félag hefur staðið fyrir öflugri fræðslu og innleiðingu ferðahugmynda meðal sinna félagsmanna sem hafa gert það að verkum að náttúran og umgengnin við hana er í algerum forgangi, enda er í hugum þeirra ekkert gaman að ferðast um spillta og illa umgengna náttúru. Þannig er í þeirra herbúðum unnið markvist að róttækri náttúruvernd fyrir komandi kynslóðir. Hin visna hönd stjórnseminnar Þrátt fyrir einstaka frammistöðu þessara samtaka eru samt öfl í landinu sem ógna ferðafrelsi þeirra. Hvaða öfl gætu það nú verið? Jú hugmyndir Vinstri grænna og fleiri um hálendisþjóðgarð. Sem sagt sú hugmynd að stofnanavæða hálendið, eins og þess sé allt í einu þörf að reka einhverja rándýra stofnun til að gera hvað? Draga úr beit sauðfjár á viðkvæmum stöðum? Nei, alls ekki. Markmiðið virðist vera að hamla ferðafrelsi fólks. Hafa vit fyrir því. Skammta því náðarsamlega takmarkaðan aðgang að eigin garði gegn greiðslu. Ég fæ hins vegar ekki séð að neitt þurfi að breytast varðandi umgengni um hálendi Íslands. Þar er allt yfirleitt í fínum málum. Við getum um ókomna tíð treyst því að á meðan til eru dugmikil samtök á borð við 4x4 með brennandi áhuga á góðri umgengni um landið okkar, þá virkar þetta fólk eins og öflug björgunarsveit á hálendinu. Sveit fólks sem á ekkert annað en hrós skilið fyrir alúð sína gagnvart landinu sem því er svo annt um og finnst svo gaman að ferðast um af virðingu og lotningu. Afstýrum slysi! Sjálfur hef ég lengi verið mótfallinn hugmyndinni um hálendisþjóðgarð og eftir að hafa hitt þetta öfluga fólk í Ferðaklúbbnum 4x4 er ég enn andvígari henni en áður. Að mínu mati á þessi hugmynd bara heima í pappírstætaranum. Nú líður senn að kosningum og þá vilja menn kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í ýmsum málum. Flokkur fólksins mótmælir þessum frumvarpinni um hálendisþjóðgarð með eftirfarandi stefnuyfirlýsingu: „Við styðjum ekki takmarkanir á ferðafrelsi almennings innanlands til að njóta eigin náttúru. Hálendið er unaðsreitur sem má ekki stofnanavæða í formi þjóðgarðs með tilheyrandi ráðherraræði á kostnað almannaréttar. Við treystum heimamönnum í nærliggjandi sveitarfélögum vel til að halda utan um hálendismálin. Það hafa ekki allir efni á utanlandsferðum og ekki síst þess vegna er gríðarlega mikilvægt að almenningur hafi greiðan aðgang að þessari endurnærandi paradís hálendisins án gjaldtöku. Íslendingar hafa notið hennar lengi, til dæmis innan vébanda útivistarfélaga, og almennt gengið vel um. Við treystum þessu fólki til að njóta hálendisins, virða það áfram og vernda í senn.“ Aðför að lýðræði Römm forsjárhyggja, boð og bönn, einkenna frumvarp VG um Hálendisþjóðgarð og í þeim skilningi má halda því fram að frumvarpið vegi að lýðræði í landinu. Frumvarpið felur í sér að yfir 30% af Íslandi eru hrifsuð af kjörnum sveitarstjórnafulltrúm og færð í hendur forstjóra þjóðgarðsins sem heyrir beint undir ráðherra, með tilheyrandi geðþóttaákvörðunum. Vegna þessara stóru galla og margra fleiri erum við hjá Flokki fólksins andvíg frumvarpi VG um Hálendisþjóðgarð. Höfum hálendið bara í höndum þeirra sem kunna, vita og skilja! Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur skipar þriðja sætið á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Hálendisþjóðgarður Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Á dögunum gafst mér kostur á góðum fundi og spjalli við stórkostlega skemmtilega félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4x4. Jafnframt fékk ég að kynnast starfsemi þeirra og markmiðum. Þarna fara stór samtök ferðafólks með mikinn áhuga á fjallaferðalögum um hálendi okkar. Þau sýna samt mikla ábyrgð í ferðum sínum og auðsýna umhverfinu einstaka virðingu og alúð. Allt frá stofnun ferðaklúbbsins hafa félagarnir augljóslega lagt þung lóð á vogarskálarnar til að gera landið okkar betra, staðið m.a. fyrir uppbyggingu, uppgræðslu og umhirðu á hálendi okkar sem einstakur sómi er af. Þeir hafa nýtt krafta sína í sjálfboðavinnu við að laga sár eftir óratvísa ferðamenn sem ekið hafa af leið á bílaleigubílum og grætt upp svæði sem eru í dag gróðri vaxnar vinjar en voru áður örfoka auðn. Þetta félag hefur staðið fyrir öflugri fræðslu og innleiðingu ferðahugmynda meðal sinna félagsmanna sem hafa gert það að verkum að náttúran og umgengnin við hana er í algerum forgangi, enda er í hugum þeirra ekkert gaman að ferðast um spillta og illa umgengna náttúru. Þannig er í þeirra herbúðum unnið markvist að róttækri náttúruvernd fyrir komandi kynslóðir. Hin visna hönd stjórnseminnar Þrátt fyrir einstaka frammistöðu þessara samtaka eru samt öfl í landinu sem ógna ferðafrelsi þeirra. Hvaða öfl gætu það nú verið? Jú hugmyndir Vinstri grænna og fleiri um hálendisþjóðgarð. Sem sagt sú hugmynd að stofnanavæða hálendið, eins og þess sé allt í einu þörf að reka einhverja rándýra stofnun til að gera hvað? Draga úr beit sauðfjár á viðkvæmum stöðum? Nei, alls ekki. Markmiðið virðist vera að hamla ferðafrelsi fólks. Hafa vit fyrir því. Skammta því náðarsamlega takmarkaðan aðgang að eigin garði gegn greiðslu. Ég fæ hins vegar ekki séð að neitt þurfi að breytast varðandi umgengni um hálendi Íslands. Þar er allt yfirleitt í fínum málum. Við getum um ókomna tíð treyst því að á meðan til eru dugmikil samtök á borð við 4x4 með brennandi áhuga á góðri umgengni um landið okkar, þá virkar þetta fólk eins og öflug björgunarsveit á hálendinu. Sveit fólks sem á ekkert annað en hrós skilið fyrir alúð sína gagnvart landinu sem því er svo annt um og finnst svo gaman að ferðast um af virðingu og lotningu. Afstýrum slysi! Sjálfur hef ég lengi verið mótfallinn hugmyndinni um hálendisþjóðgarð og eftir að hafa hitt þetta öfluga fólk í Ferðaklúbbnum 4x4 er ég enn andvígari henni en áður. Að mínu mati á þessi hugmynd bara heima í pappírstætaranum. Nú líður senn að kosningum og þá vilja menn kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í ýmsum málum. Flokkur fólksins mótmælir þessum frumvarpinni um hálendisþjóðgarð með eftirfarandi stefnuyfirlýsingu: „Við styðjum ekki takmarkanir á ferðafrelsi almennings innanlands til að njóta eigin náttúru. Hálendið er unaðsreitur sem má ekki stofnanavæða í formi þjóðgarðs með tilheyrandi ráðherraræði á kostnað almannaréttar. Við treystum heimamönnum í nærliggjandi sveitarfélögum vel til að halda utan um hálendismálin. Það hafa ekki allir efni á utanlandsferðum og ekki síst þess vegna er gríðarlega mikilvægt að almenningur hafi greiðan aðgang að þessari endurnærandi paradís hálendisins án gjaldtöku. Íslendingar hafa notið hennar lengi, til dæmis innan vébanda útivistarfélaga, og almennt gengið vel um. Við treystum þessu fólki til að njóta hálendisins, virða það áfram og vernda í senn.“ Aðför að lýðræði Römm forsjárhyggja, boð og bönn, einkenna frumvarp VG um Hálendisþjóðgarð og í þeim skilningi má halda því fram að frumvarpið vegi að lýðræði í landinu. Frumvarpið felur í sér að yfir 30% af Íslandi eru hrifsuð af kjörnum sveitarstjórnafulltrúm og færð í hendur forstjóra þjóðgarðsins sem heyrir beint undir ráðherra, með tilheyrandi geðþóttaákvörðunum. Vegna þessara stóru galla og margra fleiri erum við hjá Flokki fólksins andvíg frumvarpi VG um Hálendisþjóðgarð. Höfum hálendið bara í höndum þeirra sem kunna, vita og skilja! Það viljum við í Flokki fólksins. X-F. Höfundur skipar þriðja sætið á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun