Ýmir og félagar gerðu jafntefli | Kristján Örn skoraði tvö Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 18:36 Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli gegn Benfica. Uwe Anspach/picture alliance via Getty Images Forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta er í fullum gangi og í dag voru fjórir Íslendingar í eldlínunni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli gegn Benfica, 31-31, og Kristján Örn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir franska liðið PAUC í jafntefli gegn norska liðinu ØIF Arendal. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þegar að Ýmir Örn og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen tók á móti Benfica. Liðin skiptust á að skora og staðan var 15-16, Benfica í vil þegar að flautað var til hálfleiks. Gestirnir í Benfica voru betri aðilinn í upphafi seinni hálfleiks og náðu fjögurra marka forskoti. Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan orðin 19-23. Ýmir og félagar náðu að minnka muninn og jafna að lokum. Uwe Gensheimer skoraði seinasta mark leiksins og tryggði liðinu jafntefli og það er því allt undir þegar liðin mætast að öðru sinni. Sigur í einvíginu gefur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Norðmennirnir byrjuðu betur gegn Kristjáni Erni og félögum í PAUC þegar að liðin mættust í Noregi. Um miðjan fyrri hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, en Kristján og félagar söxuðu á forskotið jafnt og þétt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-15, Arendal í vil. Kristján og félagar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu mest þriggja marka forskoti í stöðunni 19-22. Þeir náðu þó ekki að halda forskotinu og lokatölur því 27-27, en Kristján gerði tvö mörk fyrir PAUC. Þá unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG góðan sex marka sigur gegn Mors-Thy, 30-24. Viktor Gísli kom ekkert við sögu í leiknum. Að lokum unnu Kadetten Scaffhausen þriggja marka sigur gegn Fraikin BM. Granollers, 36-33. Aðalsteinn Eyjólfsson er í þjálfarateymi Kadetten. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þegar að Ýmir Örn og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen tók á móti Benfica. Liðin skiptust á að skora og staðan var 15-16, Benfica í vil þegar að flautað var til hálfleiks. Gestirnir í Benfica voru betri aðilinn í upphafi seinni hálfleiks og náðu fjögurra marka forskoti. Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka var staðan orðin 19-23. Ýmir og félagar náðu að minnka muninn og jafna að lokum. Uwe Gensheimer skoraði seinasta mark leiksins og tryggði liðinu jafntefli og það er því allt undir þegar liðin mætast að öðru sinni. Sigur í einvíginu gefur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Norðmennirnir byrjuðu betur gegn Kristjáni Erni og félögum í PAUC þegar að liðin mættust í Noregi. Um miðjan fyrri hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk, en Kristján og félagar söxuðu á forskotið jafnt og þétt. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-15, Arendal í vil. Kristján og félagar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu mest þriggja marka forskoti í stöðunni 19-22. Þeir náðu þó ekki að halda forskotinu og lokatölur því 27-27, en Kristján gerði tvö mörk fyrir PAUC. Þá unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG góðan sex marka sigur gegn Mors-Thy, 30-24. Viktor Gísli kom ekkert við sögu í leiknum. Að lokum unnu Kadetten Scaffhausen þriggja marka sigur gegn Fraikin BM. Granollers, 36-33. Aðalsteinn Eyjólfsson er í þjálfarateymi Kadetten.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira