Klikkaða líf! Elín Fanndal skrifar 16. september 2021 20:01 Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun