Skuggahliðar barnsfæðinga Málfríður Þórðardóttir skrifar 17. september 2021 10:01 Á hverju ári hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert 17. september að aljóþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýbura um allan heim. Í augum flestra er barnsfæðing jákvæður atburður í lífi fólks. Verðandi foreldrar bíða fullir eftirvæntingar eftir afkvæminu og leggja allt sitt kapp á að undirbúa sig fyrir hið nýja hlutverk að verða foreldri. Fréttir af fæðingu heilbrigðs barns vekja að jafnaði upp góðar tilfinningar og hamingjuóskum rignir yfir foreldrana og aðra ættingja. Í öllum þessum gleðiflaumi gleymist stundum að huga að heilsu og líðan nýbakaðrar móður sem hefur gengið í gegnum miklar líkamlegar þrautir á meðgöngu og í fæðingu. Fæðingarskaði Á meðgöngu og í fæðingu eiga sér stað nauðsynlegar lífeðlilsfræðilegar breytingar svo að barnsfæðing um leggöng sé möguleg. Í langflestum tilvikum gengur meðganga og fæðing áfallalaust fyrir sig og móðir og barn komast heil frá því. Það er þó því miður ekki alltaf svo og ár hvert verða konur á Íslandi fyrir einhverskonar skaða í fæðingu og í nokkrum tilvikum er um mjög alvarlegan skaða að ræða. Fæðingarskaði er almennt hugtak yfir margskonar skaða á kynfærum, þvagfærum og endaþarmi kvenna. Í flestum tilvikum er skaðinn ljós strax eftir fæðingu en það er vel þekkt að fæðingarskaði geri ekki alveg strax vart við sig og stundum geta liðið mörg ár þar til skaðinn er greindur af lækni. Í alvarlegustu tilvikunum er um mikinn og langvarandi þvag- og hægðarleka að ræða. Að bera harm sinn í hljóði Margar konur sem hafa orðið fyrir alvarlegum fæðingarskaða leita sér seint eða aldrei hjálpar af ótta við skömm yfir eigin ástandi. Þær konur sem í þessu lenda glíma oft og tíðum við lífsgæðaskerðingu, líkamlega, andlega og félagslega. Konur einangra sig, stundum vegna þvag- eða hægðaleka, og hafa skert sjálfstraust sem getur leitt til þunglyndis. Þær missa áhuga á kynlífi sem eðlilega truflar samlíf pars. Í einhverjum tilvikum getur konan fengið óbeit á barninu sem truflar eða skemmir tengslamyndun milli þeirra. Í enn alvarlegri tilvikum getur skaðinn leitt til þess að leggja þurfi ristilstóma þar sem stundum er ómögulegt að lagfæra vöðvana sem hafa orðið fyrir skaða. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks Strax á meðgöngu ber heilbrigðisstarfsfólk ábyrgð á því að greina og fyrirbyggja vandamál sem geta valdið fæðingarskaða og vart þarf að nefna að beita skal ávallt og ætið viðurkenndum fæðingaraðferðum sem valda hvorki móður né barni skaða. Ef kona verður fyrir ófyrirséðum skaða í fæðingu er gríðarlega mikilvægt að greina hann strax svo hægt sé að lagfæra og koma í veg fyrir meira tjón og frekari vanlíðan. Eftirfylgni þarf að vera góð og konan þarf að vera vel upplýst um einkenni skaða og afleiðingar hans. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks getur líka verið fólgin í því að spyrja konur hispurslaust út í þvag- og hægðaleka því flestar konur eiga erfitt með að tjá sig um vandamálið við aðra, jafnvel sína allra nánustu. Sjúklingaöryggi og öryggismenning Íslenska heilbrigðiskerfið er að öllu jöfnu mjög öflugt. Í því starfar vel menntað fólk og metnaður er mikill. Einhverjir gætu velt fyrir sér hvort fæðingarskaði eigi sér stað í svo háþróuðu heilbrigðiskerfi eins og hér og talið að slíkt ætti sér frekar stað í vanþróuðum ríkjum þar sem þekking og tækni er skemmra á veg komin. Raunin er önnur, því miður. Þó alvarlegir fæðingarskaðar séu ekki tíðir þá þekkjast þeir samt sem áður en sögur af þeim fara ekki hátt, hvorki innan heilbrigðiskerfisins né hjá almenningi því konur bera gjarnan harm sinn í hljóði. Vitundarvakning meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks Tilgangurinn með greininn er að vekja athygli á þessum sársaukafulla skaða sem um aldir hefur ríkt þögn um meðal almennings og ekki síður meðal heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsa þarf almenning, bæði konur og karlmenn, ekki bara til þess að konur sæki sér hjálpar heldur einnig til þess að almenningur skilji og geri sér betur grein fyrir því að kona getur eignast heilbrigt barn og verið alsæl með það en á sama tíma verið að kljást við alvarlegan fæðingarskaða sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu hennar og í einhverjum tilvikum barnsins. Vitundarvakning um fæðingarskaða meðal alls heilbrigðisstarfsfólks er gríðarlega mikilvæg. Heilbrigðisstarfsmenn verða að geta borið upp spurningar til kvenna án þess að það sýni einhverja feimni eða óöryggi. Þeir verða líka að leggja sig alla fram til að auka öryggi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja skaða, draga úr skaða og reyna að auka lífsgæði þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu tjóni. Það er von mín að aukin umræða um þessar skuggahliðar barnsfæðinga verði til þess að auka sjúklingaöryggi. Öryggismenning verður ekki bara til inni á lokaðri skrifstofu þar sem nokkrir stjórnendur heilbrigðisstofnana taka ákvarðanir um gæðastarf og staðla. Öryggismenning verður til hjá einstaklingunum sjálfum þegar þeir eru vel upplýstir og umræðan er opin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og stómaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert 17. september að aljóþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýbura um allan heim. Í augum flestra er barnsfæðing jákvæður atburður í lífi fólks. Verðandi foreldrar bíða fullir eftirvæntingar eftir afkvæminu og leggja allt sitt kapp á að undirbúa sig fyrir hið nýja hlutverk að verða foreldri. Fréttir af fæðingu heilbrigðs barns vekja að jafnaði upp góðar tilfinningar og hamingjuóskum rignir yfir foreldrana og aðra ættingja. Í öllum þessum gleðiflaumi gleymist stundum að huga að heilsu og líðan nýbakaðrar móður sem hefur gengið í gegnum miklar líkamlegar þrautir á meðgöngu og í fæðingu. Fæðingarskaði Á meðgöngu og í fæðingu eiga sér stað nauðsynlegar lífeðlilsfræðilegar breytingar svo að barnsfæðing um leggöng sé möguleg. Í langflestum tilvikum gengur meðganga og fæðing áfallalaust fyrir sig og móðir og barn komast heil frá því. Það er þó því miður ekki alltaf svo og ár hvert verða konur á Íslandi fyrir einhverskonar skaða í fæðingu og í nokkrum tilvikum er um mjög alvarlegan skaða að ræða. Fæðingarskaði er almennt hugtak yfir margskonar skaða á kynfærum, þvagfærum og endaþarmi kvenna. Í flestum tilvikum er skaðinn ljós strax eftir fæðingu en það er vel þekkt að fæðingarskaði geri ekki alveg strax vart við sig og stundum geta liðið mörg ár þar til skaðinn er greindur af lækni. Í alvarlegustu tilvikunum er um mikinn og langvarandi þvag- og hægðarleka að ræða. Að bera harm sinn í hljóði Margar konur sem hafa orðið fyrir alvarlegum fæðingarskaða leita sér seint eða aldrei hjálpar af ótta við skömm yfir eigin ástandi. Þær konur sem í þessu lenda glíma oft og tíðum við lífsgæðaskerðingu, líkamlega, andlega og félagslega. Konur einangra sig, stundum vegna þvag- eða hægðaleka, og hafa skert sjálfstraust sem getur leitt til þunglyndis. Þær missa áhuga á kynlífi sem eðlilega truflar samlíf pars. Í einhverjum tilvikum getur konan fengið óbeit á barninu sem truflar eða skemmir tengslamyndun milli þeirra. Í enn alvarlegri tilvikum getur skaðinn leitt til þess að leggja þurfi ristilstóma þar sem stundum er ómögulegt að lagfæra vöðvana sem hafa orðið fyrir skaða. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks Strax á meðgöngu ber heilbrigðisstarfsfólk ábyrgð á því að greina og fyrirbyggja vandamál sem geta valdið fæðingarskaða og vart þarf að nefna að beita skal ávallt og ætið viðurkenndum fæðingaraðferðum sem valda hvorki móður né barni skaða. Ef kona verður fyrir ófyrirséðum skaða í fæðingu er gríðarlega mikilvægt að greina hann strax svo hægt sé að lagfæra og koma í veg fyrir meira tjón og frekari vanlíðan. Eftirfylgni þarf að vera góð og konan þarf að vera vel upplýst um einkenni skaða og afleiðingar hans. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks getur líka verið fólgin í því að spyrja konur hispurslaust út í þvag- og hægðaleka því flestar konur eiga erfitt með að tjá sig um vandamálið við aðra, jafnvel sína allra nánustu. Sjúklingaöryggi og öryggismenning Íslenska heilbrigðiskerfið er að öllu jöfnu mjög öflugt. Í því starfar vel menntað fólk og metnaður er mikill. Einhverjir gætu velt fyrir sér hvort fæðingarskaði eigi sér stað í svo háþróuðu heilbrigðiskerfi eins og hér og talið að slíkt ætti sér frekar stað í vanþróuðum ríkjum þar sem þekking og tækni er skemmra á veg komin. Raunin er önnur, því miður. Þó alvarlegir fæðingarskaðar séu ekki tíðir þá þekkjast þeir samt sem áður en sögur af þeim fara ekki hátt, hvorki innan heilbrigðiskerfisins né hjá almenningi því konur bera gjarnan harm sinn í hljóði. Vitundarvakning meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks Tilgangurinn með greininn er að vekja athygli á þessum sársaukafulla skaða sem um aldir hefur ríkt þögn um meðal almennings og ekki síður meðal heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsa þarf almenning, bæði konur og karlmenn, ekki bara til þess að konur sæki sér hjálpar heldur einnig til þess að almenningur skilji og geri sér betur grein fyrir því að kona getur eignast heilbrigt barn og verið alsæl með það en á sama tíma verið að kljást við alvarlegan fæðingarskaða sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu hennar og í einhverjum tilvikum barnsins. Vitundarvakning um fæðingarskaða meðal alls heilbrigðisstarfsfólks er gríðarlega mikilvæg. Heilbrigðisstarfsmenn verða að geta borið upp spurningar til kvenna án þess að það sýni einhverja feimni eða óöryggi. Þeir verða líka að leggja sig alla fram til að auka öryggi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja skaða, draga úr skaða og reyna að auka lífsgæði þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu tjóni. Það er von mín að aukin umræða um þessar skuggahliðar barnsfæðinga verði til þess að auka sjúklingaöryggi. Öryggismenning verður ekki bara til inni á lokaðri skrifstofu þar sem nokkrir stjórnendur heilbrigðisstofnana taka ákvarðanir um gæðastarf og staðla. Öryggismenning verður til hjá einstaklingunum sjálfum þegar þeir eru vel upplýstir og umræðan er opin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og stómaþegi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun