Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar Magnús D. Norðdahl skrifar 14. september 2021 17:00 Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Píratar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun