Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar Magnús D. Norðdahl skrifar 14. september 2021 17:00 Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Píratar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun