Lífið

Oddvitaáskorunin: Klifraði upp á koparljónið á Trafalgar-torgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilborg- Vestmannaeyjar

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Vilborg Kristjánsdóttir leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum.

„Ég heiti Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir og er lögfræðingur og sáttamiðlari. Ég er sérfræðingur í réttindum barna og mín sérfhæfing liggur í fjölskyldurétti. Það gefur því augaleið að málefni fjölskyldna og barna eru mér hugleikin. Ásamt því að innleiðing sáttamiðlunar í íslenskt réttarkerfi er mikið baráttumál hjá mér. Ég brenn fyrir réttindum barna og ungmenna og betra samfélagi. Tjáningafrelsið er einnig mikið baráttumál hjá mér.

Ég á dóttur sem heitir Þóranna Bjartey og tengdason sem heitir Sigurjón Emil.“

„Þið ykkar sem viljið vita meira um mig þá er ég með facebook síðu þar sem ég set allt um það sem ég er að gera og fyrir hvað ég stend. Endilega sendið mér vinabeiðni 😊

Að lokum hvet ég alla til að kynna sér kosningastefnu Miðflokksins 2021 – 10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina.

Við gerum það sem við segjumst ætla að gera.“

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Vestmannaeyjar.

Hvað færðu þér í bragðaref?

Íslensk jarðarber, íslensk bláber og Góu brak.

Uppáhalds bók?

Allra besta gjöfin eftir Jim Stovall.

Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla)

You Don´t Own Me – með Bette Midler, Goldie Hawn & Diane Keaton úr The First Wives Club.

Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi)

Í Vestmannaeyjum – besti staður í heimi.

Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi.

Ég ákvað að endurnýja kynni mín við Matlock.

Hvað tekur þú í bekk?

Haha...örugglega núll 😊

Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat?

Ég er alveg svakaleg með tannburstann, ég bursta tennurnar fyrir og eftir morgunmat.

Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu)

Umboðsmaður barna og Umboðsmaður Alþingis.

Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi?

Ég held ég haldi því bara fyrir mig.

Uppáhalds tónlistarmaður?

Ég get ekki gert upp á milli Damien Rice og GDRN. Svo held ég reyndar mjög mikið upp á vinkonur mínar þær Þórunni Elfu Stefánsdóttur og Margréti Einarsdóttur óperusöngkonur.

Besti fimmaurabrandarinn?

Af hverju eru Reynir og Danni orðnir svona litlir? Þeir skruppu saman í bíó.

Ein sterkasta minningin úr æsku?

Þegar ég fór með pabba og bræðrum mínum upp á Heimaklett þegar ég var lítil og líka allar þær fallegu minningar sem ég á með ömmu Vilborgu en hún lést þegar ég var sex ára.

Hver er fyrirmynd þín í pólitík?

Pabbi minn er mín fyrirmynd í pólitík og svo er mamma mín fyrirmynd þegar kemur að kvennabaráttunni.

Besta íslenska Eurovision-lagið?

Er það ekki bara þetta klassíska? Nína.

Besta frí sem þú hefur farið í?

Hér er af mörgu að taka og á ég því mjög erfitt með að velja en það stendur klárlega upp úr þegar við dóttir mín létum gamlan draum minn rætast, fórum á flakk um Bretland og þræddum alla staði sem tengjast lífi Agöthu Christie. Eins stendur upp úr þegar ég fór til Afríku sex ára gömul með foreldrum mínum og bræðrum.

Uppáhalds þynnkumatur?

Grænmetissúpan/orkusúpan hans pabba en hún inniheldur fullt af íslensku grænmeti.

Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið?

Ég er ekki enn búin að fara að sjá eldgosið en ég fór og sá gosið í Eyjafjallajökli.

Uppáhalds Fóstbræðraatriði?

Indriði.

Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum?

Það eina sem mér dettur í hug er þegar ég klifraði upp á koparljónið á Trafalgar Square með lífið í lúkunum þar sem ég óttaðist að lögreglan kæmi og nappaði mig.

Rómantískasta uppátækið?

Ég á erfitt með að svara þessari þar sem ég held að ég sé ekki mjög rómantísk. Ein saga stendur upp úr en ég á ekki heiðurinn af rómantíkinni í þeirri sögu. Þegar ég var í menntaskóla hitti ég sætan strák á þjóðhátið, þegar við komum heim til Reykjavíkur hafði hann fyrir því að leita mig uppi í gegnum símaskrá skólana. Pilturinn náði loks á réttu Vilborgu í þriðju tilraun minnir mig og bauð mér á stefnumót.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.