Fótbolti

Sjáðu markið: Þrumu­skot Svein­dísar Jane tryggði sigurinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir Kristianstad
Sveindís Jane Jónsdóttir Kristianstad Instagram/@sveindisss

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sigurmark Kristianstad gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið var einkar glæsilegt.

Sveindís Jane er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hún er á láni hjá Kristianstad frá þýska félaginu Wolfsburg. Eftir að hafa meiðst illa snemma tímabils er Sveindís Jane að ná vopnum sínum og það sást heldur betur á marki hennar í dag.

Snemma í síðari hálfleik tók hún á rás upp hægri vænginn umkringd varnarmönnum. Í stað þess að reyna gabbhreyfingar eða krúsídúllur ákvað hún einfaldlega að lúðra tuðrunni í átt að marki og endaði það með líka þessu glæsilega marki.

Var þetta fimmta mark Sveindísar Jane í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir Kristianstad. Sveindís Jane er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá liðinu en Sif Atladóttir leikur með því og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar það.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.