Sport

Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Emma Raducanu í úrslitaleiknum
Emma Raducanu í úrslitaleiknum EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO

Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga.

Raducanu sigraði í kvöld hina kanadísku Leylah Fernandez í tveimur settum, 6-4 og 6-3 en samanlagður aldur þeirra tveggja er 37 ár. Merkileg staðreynd og er þetta fyrsti úrslitaleikurinn á stórmóti þar sem báðir keppendur eru á táningsaldri síðan Serena Williams og Martina Hingis mættust árið 1999. Enn ótrúlegri er saga Raducanu fyrir mótið.

Hún var í 150. sæti heimslistans fyrir mótið og þurfti sem fyrr segir að vinna sér í þátttökurétt á mótinu í gegnum úrtökumót. Hún er fyrsta breska konan í 44 ár sem kemst í úrslit á risamóti, eða síðan Virginia Wade gerði það árið 1977.

Raducanu fór í gegnum alla keppnina á einstaklega öruggan hátt. Hún einfaldlega tapaði ekki einu einasta setti gegn þeim níu andstæðingum sem hún keppti við. Frábær árangur hjá Raducanu og vonandi fá áhorfendur að sjá enn meira af henni á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×