Stöðug aukning bakverkja, hvað er til ráða Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 10. september 2021 07:00 Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun