Stöðug aukning bakverkja, hvað er til ráða Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 10. september 2021 07:00 Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun