Göngugötur Regnbogans Líf Magneudóttir skrifar 7. september 2021 16:01 Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Hinsegin Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun