Stóreignaskattar og stjórnarskráin Sindri M. Stephensen og Víðir Smári Petersen skrifa 6. september 2021 08:01 Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Af þessu tilefni er ástæða til að rekja sögu eignaskatta hér á landi í stuttu máli og rifja upp nálgun dómstóla þegar reynt hefur á stjórnskipulegt gildi þeirra. Eignir manna hafa verið skattlagðar hér á landi allt frá tíundarlögunum 1096. Almennur eignarskattur var við lýði árin 1921-2004 og enn eru innheimtir fasteignaskattar, sem eru í eðli sínu eignaskattar. Þá voru stóreignaskattar tvívegis lagðir á eignir árin 1949 og 1956 og auðlegðarskattar gjaldárin 2010-2014. Í tilviki stóreignaskatta var skatthlutfall þeirra 15-25% af hreinni eign umfram tiltekið lágmark, en heimilt var að greiða skattinn á allt að tíu árum. Í tilviki auðlegðarskatts var árlegt skatthlutfall frá 1,25% til 2% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum, misjafnt eftir tímabilum (að viðbættum viðbótarauðlegðarskatti ef það átti við). Deilt var um lögmæti stóreigna- og auðlegðarskatta fyrir dómstólum en í öllum aðalatriðum hefur þess háttar skattlagning í dómum Hæstaréttar verið talin samrýmast kröfum stjórnarskrárinnar. Ályktanir af dómaframkvæmd Hæstaréttar Draga má eftirfarandi almennar ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreigna- og auðlegðarskattsmálunum: Dómstólar játa löggjafanum verulegt svigrúm til að ákveða hvernig skattlagningu skuli háttað í einstökum atriðum. Almennt er heimilt að innheimta stóreignaskatt og hann má vera stighækkandi eftir því sem verðmæti eigna er meira. Það kemur ekki í veg fyrir eignaskatta þótt tekjur gjaldanda standi ekki undir greiðslu skattsins. Þetta þýðir, með öðrum orðum, að stóreignaskattur er að meginreglu stjórnskipulega gildur. Skoðast það í ljósi þess að samkvæmt stjórnarskrá er það löggjafans að ákveða skipan skattlagningar hér á landi og því eðlilegt að dómstólar játi handhafa skattlagningarvalds víðtækt svigrúm í þessum efnum, sem skoðast jafnframt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins. Eftir sem áður skiptir útfærsla slíkra skatta miklu máli í stjórnskipulegu tilliti, þannig að gætt sé m.a. jafnræðis og meðalhófs. Er heimilt að innheimta stóreignaskatt í venjulegu árferði? Í opinberri umfjöllun hefur verið skírskotað til þess að í dómum Hæstaréttar í svonefndum auðlegðarskattsmálum hafi Hæstiréttur vísað til þess, til stuðnings lögmætis hans, að skatturinn hafi verið settur á í kjölfar bankahrunsins og að hann hafi verið hugsaður til skamms tíma. Frá þeim forsendum megi gagnálykta á þá leið að álagning stóreignaskatts í venjulegu árferði sé óheimil. Ekki verður framhjá því litið að í forsendum Hæstaréttar er að finna sjónarmið af þessu tagi en þar eru jafnframt ámálguð mörg önnur rök til stuðnings lögmæti skattlagningarinnar, svo sem rakin eru hér að framan. Fæst því vart ráðið að þessi atriði hafi verið skilyrði eða forsendur fyrir því að skatturinn væri lögmætur. Bankahrunið virðist því ekki hafa verið úrslitaatriði varðandi lögmæti auðlegðarskattsins heldur komu þessi sjónarmið til skoðunar í ljósi aðdraganda lagasetningarinnar ásamt öðrum hefðbundnum sjónarmiðum um skattlagningarvald. Þess má þó geta að í auðlegðarskattsmálunum var vísað til þess að í kjölfar bankahrunsins hafi verið við að etja „einstæðan vanda“ í ríkisfjármálum þar sem gert hafi verið ráð fyrir að halli ríkissjóðs árið 2009 yrði 180 ma. kr. (núvirt um 270 ma kr.). Til samanburðar má nefna að áætlaður halli ríkissjóðs árið 2021 samkvæmt gildandi fjárlögum er um 325 ma. kr., einkum vegna efnahagsaðgerða í kjölfar Covid-19 faraldursins. Meginatriði við mat á lögmæti stóreignaskatts Aðalatriðið við mat á því hvort stóreignaskattar séu lögmætir er að horfa til þess hve íþyngjandi þeir eru til lengri tíma. Ef stóreignaskattur væri t.d. 20% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum á ári og innheimtur í langan tíma yrði fljótt lítið eftir af þeim eignum sem væru umfram skattleysismörk. Slíkur skattur gæti því falið í sér eignaupptöku og verið ólögmætur. Ekki er þó mikil hætta á því að lágir stóreignaskattar feli í sér eignaupptöku. Þannig má nefna að 1,5% skattur í 10 ár felur samanlagt í sér u.þ.b. 15% skattlagningu. Til samanburðar var samanlagt skatthlutfall stóreignaskattsins árin 1949 og 1956 allt að 50% á sjö ára tímabili en sú skattlagning samrýmdist kröfum stjórnarskrár. Jafnvel þótt álagning stóreignaskatts gæti talist í andstöðu við stjórnarskrá í einstaka tilvikum, t.d. í tilviki tekjulágs eldri borgara sem á miklar eignir, þá yrði skatturinn ekki talinn ólögmætur í heild sinni. Hann fæli þá eingöngu í sér eignaupptöku í því tiltekna tilviki, en gera verður ráð fyrir því að almennt myndi fólk ekki eiga í teljandi vandræðum með að greiða lágan stóreignaskatt. Þá mætti væntanlega ætla að einstaklingur sem á hreina eign umfram 200 m.kr. ávaxti fé sitt með eðlilegum hætti, og nýti sér þau úrræði sem viðkomandi hefur til tekjuöflunar, t.d. með því að fá lífeyri úr almannatryggingakerfinu eða frá lífeyrissjóðum. Hér má nefna að þegar metið er hvort tekjur gjaldanda standi undir eignasköttum er litið til allra tekna, hvort sem þær eru skattlagðar í formi tekju- eða fjármagnstekjuskatts. Að þessu sögðu má benda á að hugsa mætti sér ýmsar útfærslur sem gætu stuðlað að auknu meðalhófi við álagningu stóreignaskatts. Sem dæmi má nefna að hækka mætti skattinn í skrefum til þess að gefa gjaldendum svigrúm til að aðlagast skattheimtunni. Þá mætti hugsa sér að gefa þeim gjaldendum sem sérstaklega háttar til um, t.d. þeir sem eru tekjulágir á tilteknu tímabili vegna sérstakra aðstæðna, heimild til þess að dreifa skattgreiðslum. Að lokum Það er viðfangsefni stjórnmálanna að deila um ágæti skattlagningar á borð við stóreignaskatta og er hér engin afstaða tekin til þess hvort slík skattheimta sé skynsamleg. Sindri er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Víðir er dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Af þessu tilefni er ástæða til að rekja sögu eignaskatta hér á landi í stuttu máli og rifja upp nálgun dómstóla þegar reynt hefur á stjórnskipulegt gildi þeirra. Eignir manna hafa verið skattlagðar hér á landi allt frá tíundarlögunum 1096. Almennur eignarskattur var við lýði árin 1921-2004 og enn eru innheimtir fasteignaskattar, sem eru í eðli sínu eignaskattar. Þá voru stóreignaskattar tvívegis lagðir á eignir árin 1949 og 1956 og auðlegðarskattar gjaldárin 2010-2014. Í tilviki stóreignaskatta var skatthlutfall þeirra 15-25% af hreinni eign umfram tiltekið lágmark, en heimilt var að greiða skattinn á allt að tíu árum. Í tilviki auðlegðarskatts var árlegt skatthlutfall frá 1,25% til 2% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum, misjafnt eftir tímabilum (að viðbættum viðbótarauðlegðarskatti ef það átti við). Deilt var um lögmæti stóreigna- og auðlegðarskatta fyrir dómstólum en í öllum aðalatriðum hefur þess háttar skattlagning í dómum Hæstaréttar verið talin samrýmast kröfum stjórnarskrárinnar. Ályktanir af dómaframkvæmd Hæstaréttar Draga má eftirfarandi almennar ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreigna- og auðlegðarskattsmálunum: Dómstólar játa löggjafanum verulegt svigrúm til að ákveða hvernig skattlagningu skuli háttað í einstökum atriðum. Almennt er heimilt að innheimta stóreignaskatt og hann má vera stighækkandi eftir því sem verðmæti eigna er meira. Það kemur ekki í veg fyrir eignaskatta þótt tekjur gjaldanda standi ekki undir greiðslu skattsins. Þetta þýðir, með öðrum orðum, að stóreignaskattur er að meginreglu stjórnskipulega gildur. Skoðast það í ljósi þess að samkvæmt stjórnarskrá er það löggjafans að ákveða skipan skattlagningar hér á landi og því eðlilegt að dómstólar játi handhafa skattlagningarvalds víðtækt svigrúm í þessum efnum, sem skoðast jafnframt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins. Eftir sem áður skiptir útfærsla slíkra skatta miklu máli í stjórnskipulegu tilliti, þannig að gætt sé m.a. jafnræðis og meðalhófs. Er heimilt að innheimta stóreignaskatt í venjulegu árferði? Í opinberri umfjöllun hefur verið skírskotað til þess að í dómum Hæstaréttar í svonefndum auðlegðarskattsmálum hafi Hæstiréttur vísað til þess, til stuðnings lögmætis hans, að skatturinn hafi verið settur á í kjölfar bankahrunsins og að hann hafi verið hugsaður til skamms tíma. Frá þeim forsendum megi gagnálykta á þá leið að álagning stóreignaskatts í venjulegu árferði sé óheimil. Ekki verður framhjá því litið að í forsendum Hæstaréttar er að finna sjónarmið af þessu tagi en þar eru jafnframt ámálguð mörg önnur rök til stuðnings lögmæti skattlagningarinnar, svo sem rakin eru hér að framan. Fæst því vart ráðið að þessi atriði hafi verið skilyrði eða forsendur fyrir því að skatturinn væri lögmætur. Bankahrunið virðist því ekki hafa verið úrslitaatriði varðandi lögmæti auðlegðarskattsins heldur komu þessi sjónarmið til skoðunar í ljósi aðdraganda lagasetningarinnar ásamt öðrum hefðbundnum sjónarmiðum um skattlagningarvald. Þess má þó geta að í auðlegðarskattsmálunum var vísað til þess að í kjölfar bankahrunsins hafi verið við að etja „einstæðan vanda“ í ríkisfjármálum þar sem gert hafi verið ráð fyrir að halli ríkissjóðs árið 2009 yrði 180 ma. kr. (núvirt um 270 ma kr.). Til samanburðar má nefna að áætlaður halli ríkissjóðs árið 2021 samkvæmt gildandi fjárlögum er um 325 ma. kr., einkum vegna efnahagsaðgerða í kjölfar Covid-19 faraldursins. Meginatriði við mat á lögmæti stóreignaskatts Aðalatriðið við mat á því hvort stóreignaskattar séu lögmætir er að horfa til þess hve íþyngjandi þeir eru til lengri tíma. Ef stóreignaskattur væri t.d. 20% af hreinni eign yfir tilgreindum mörkum á ári og innheimtur í langan tíma yrði fljótt lítið eftir af þeim eignum sem væru umfram skattleysismörk. Slíkur skattur gæti því falið í sér eignaupptöku og verið ólögmætur. Ekki er þó mikil hætta á því að lágir stóreignaskattar feli í sér eignaupptöku. Þannig má nefna að 1,5% skattur í 10 ár felur samanlagt í sér u.þ.b. 15% skattlagningu. Til samanburðar var samanlagt skatthlutfall stóreignaskattsins árin 1949 og 1956 allt að 50% á sjö ára tímabili en sú skattlagning samrýmdist kröfum stjórnarskrár. Jafnvel þótt álagning stóreignaskatts gæti talist í andstöðu við stjórnarskrá í einstaka tilvikum, t.d. í tilviki tekjulágs eldri borgara sem á miklar eignir, þá yrði skatturinn ekki talinn ólögmætur í heild sinni. Hann fæli þá eingöngu í sér eignaupptöku í því tiltekna tilviki, en gera verður ráð fyrir því að almennt myndi fólk ekki eiga í teljandi vandræðum með að greiða lágan stóreignaskatt. Þá mætti væntanlega ætla að einstaklingur sem á hreina eign umfram 200 m.kr. ávaxti fé sitt með eðlilegum hætti, og nýti sér þau úrræði sem viðkomandi hefur til tekjuöflunar, t.d. með því að fá lífeyri úr almannatryggingakerfinu eða frá lífeyrissjóðum. Hér má nefna að þegar metið er hvort tekjur gjaldanda standi undir eignasköttum er litið til allra tekna, hvort sem þær eru skattlagðar í formi tekju- eða fjármagnstekjuskatts. Að þessu sögðu má benda á að hugsa mætti sér ýmsar útfærslur sem gætu stuðlað að auknu meðalhófi við álagningu stóreignaskatts. Sem dæmi má nefna að hækka mætti skattinn í skrefum til þess að gefa gjaldendum svigrúm til að aðlagast skattheimtunni. Þá mætti hugsa sér að gefa þeim gjaldendum sem sérstaklega háttar til um, t.d. þeir sem eru tekjulágir á tilteknu tímabili vegna sérstakra aðstæðna, heimild til þess að dreifa skattgreiðslum. Að lokum Það er viðfangsefni stjórnmálanna að deila um ágæti skattlagningar á borð við stóreignaskatta og er hér engin afstaða tekin til þess hvort slík skattheimta sé skynsamleg. Sindri er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Víðir er dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun