Fann ég á fjalli... Pétur Óskarsson skrifar 31. ágúst 2021 18:31 Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við stöndum mörg í þeirri meiningu að náttúruperlur Íslands séu ómetanlegur sameiginlegur fjársjóður okkar allra. En það er að breytast og sá veruleiki sem við erum flest alin upp við er að hverfa án allrar umræðu og án þess að þeir sem með völdin fara skýri afstöðu sína eða taki ábyrgð á málinu. Ég sakna þess sárlega að stjórnmálaflokkarnir séu ekki með skýra stefnu um það hvernig þeir vilja að leysa aðgengismál og umgengni að náttúruperlum landsins til framtíðar. Þetta auðlindamál er eitt stærsta mál okkar tíma og við fljótum nú sofandi að feigðarósi. Fossar og eldgos til sölu Ferðaþjónustan hefur gjörbreytt þeim veruleika sem eignarréttur á landi var byggður á. Í dag eru sem betur fer margir landeigendur að nýta sér úrræði og stuðning ríkisins (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Landsáætlun um uppbyggingu innviða) til þess að bæta aðgengi og tryggja almenningi gjaldfrjálsan aðgang að perlum á jörðum sínum. Því miður erum vð hins vegar líka með landeigendur, og sá hópur fer stækkandi, sem hafa engan áhuga á því að þiggja þau ráð og lausnir sem ríkissjóður býður upp á. Sumir þeirra halda því jafnvel kinnroðalaust fram í fjölmiðlum að þeir fái enga styrki og stuðning og séu þess vegna tilneyddir til þess að hefja kröftuga gjaldtöku á sínu landi eins fljótt og mögulegt sé. Þeir sem lengst eru komnir á þessari leið eru farnir eru að innheimta gjald af gestum sem stoppa á landareign þeirra og tekjustreymið er farið að draga að fjárfesta og sérhæfð fyrirtæki sem hyggja á uppkaup á mörgum náttúruperlum til þess að auka hagkvæmni og ásættanlega arðsemi. Takk fyrir að horfa - hér kvittun þín Það er raunverulega ekki fjarlæg framtíðarsýn að margar náttúruperlur landsins færist á fáar hendur og að innan fárra ára munum við víða ekki beygja út af þjóðveginn öðruvísi en að greiða landeiganda fyrir heimsóknina. Rafrænn búnaður mun halda utan um heimsóknir okkar og greiðslur. Kvittanir hrynja inn í appið í hvert sinn sem við hægjum á okkur eða stoppum þar sem eitthvað merkilegt er að sjá. Það kann að vera gott fyrirkomulag en þurfum við ekki aðeins að ræða það hvort að þetta sé sú leið sem þjóðin og kjósendur vilja? Eignarétturinn er ekki náttúrulögmál Eignarrétturinn er mikilvæg grunnstoð í okkar samfélagi. Hann er hins vegar ekki náttúrulögmál, hann er ekki heilagur og hann er ekki án takmarka. Hann er mannanna verk. Í löndum eins og Þýskalandi er hann marglaga. Þar eru landbúnaðarréttur og veiðiréttur ekki á sömu hendi og finnist auðlind í jörðu þá er hún eign ríkisins. Það eru mörg dæmi um það hvernig almannahagsmunir trompa einkarétt á landi í íslenskum lögum. Dæmi um það eru almannarétturinn, helgunarsvæði þjóðvega, skipulagsvald sveitarfélaga og ýmis leyfismál. Helgunarsvæði náttúruperla Er hugsanlegt að það séu ríkir almannahagsmunir að fá að njóta náttúru Íslands án endurgjalds og að þeir almannahagsmunir trompi eignarréttinn? Friðlýsing er ein lausn en einnig gæti helgunarsvæði náttúruperla sem tryggði almenningi alltaf aðgengi að verðmætustu náttúruperlum þjóðarinnar án endurgjalds fyrir það eitt að horfa. Annað mál er svo hófleg gjaldtaka fyrir þjónustu á þessum svæðum, svo sem fyrir afnot af salernum. Við þurfum að ræða þetta núna. Stjórnmálin verða að setja þetta á dagskrá og kynna sína framtíðarsýn í þessu máli. Ég lýsi hér með eftir góðum lausnum í þessum nýja veruleika sem almenningur, landeigendur, ferðaþjónustan og aðrir hagsmunaaðilar geta sætt sig við. Höfundur starfar við ferðaþjónustu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun