Lýðræði fyrir alla! Stefnum að aukinni kosningaþátttöku meðal nýrra íslenska ríkisborgara Tatjana Latinovic og Nichole Leigh Mosty skrifa 31. ágúst 2021 07:31 Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Tatjana Latinovic Nichole Leigh Mosty Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú er aðeins um mánuður til kjördags og er því er mjög mikilvægt að upplýsingar um kosningar til Alþingis séu vel aðgengilegar fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 13,5% íbúa landsins eru af erlendum uppruna og vissulega hefur fjöldi þeirra ekki öðlast kosningarétt þó sumir hafi búið hér á landi lengi. Þó er vert að taka fram að frá síðustu kosningum til Alþingis árið 2017 hafa um þúsund manns á kosningaaldri fengið íslenskan ríkisborgararétt og fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa. Þátttaka í stjórnmálastarfi og í kosningum er einn af hornsteinum lýðræðis og hvers samfélags. Mikilvægter að tryggja að allir íbúar landsins séu upplýstir um hvað þeim standi til boða. Ísland er þekkt fyrir mjög góða þátttöku borgara í kosningum, en þó er kjörsókn innflytjenda mun lægri miðað við heildar kjósendur. Rannsókn um kosningaþátttöku innflytjenda á Íslandi í kosningum til Alþingis árið 2017 og í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 sýnir að hún var nærri tvöfalt minni í sveitarstjórnarkosningunum en í alþingiskosningunum og er munurinn því ríflega fjórfaldur. Ekki er gott að segja til um af hverju svo sé. Er það vegna þess að fólk af erlendum uppruna hér á landi hefur ekki áhuga á stjórnmálum nýja landsins eða telja sig ekki geta haft áhrif? Eða er það ekki nægilega vel upplýst um kosningaferlið og sinn rétt til að kjósa? Gæti hugsanlega verið að kjósendur af erlendum uppruna upplifa ekki að þeir séu hafðir með í umræðunni á meðan kosningabaráttan er í gangi? Hvað sem því liður, staðan er óásættanleg, þar sem borgarar af erlendum uppruna eru mjög mikilvægur hluti af samfélagi sem telur sig vera byggt á grundvallargildum um jafnrétti, jafnræði og mannréttindi. Það þarf ekki að leita lengra en til reynslu okkar á tímum COVID heimsfaraldurs til að átta okkar á mikilvægi framlags innflytjenda til samfélagsins og nauðsyn þess að halda þeim vel upplýstum. Í viðleitni okkar um að standa saman í baráttunni gegn COVID 19 hafa almannavarnir og stofnanir eins og lögregla, Fjölmenningarsetur, Vinnumálastofnun, mennta og heilbrigðiskerfið víða um land lagt sérstaka áherslu á aðferðir til að miðla upplýsingum og ná til erlendra ríkisborgara, enda var mjög fljótlega ljóst að varnir gegn veirunni myndu fljótt bresta ef ekki væri hugsað til alls samfélagsins. Þessi miðlun markvissra upplýsinga gerði öllum borgurum kleift að taka virkan þátt í sameiginlegri baráttu gegn veirunni. Þessar „ínklúsívar" aðferðir þarf ekki að nota aðeins þegar faraldur stendur yfir eða í neyðartilvikum. Þetta eru vinnubrögð sem við verðum að geta gert að grundvallaratriði í þjóðfélagi okkar. Fjölmenningarsetur hefur sett upp sérstaka kosningasíðu á vefsíðunni sem inniheldur upplýsingar og gagnlega hlekki um kosningarétt sem og framkvæmd kosninga. Þar er líka að finna tengla á helstu fjölmiðla landsins og heimasíðu flokkana sem bjóða fram. Ætlun okkar er að auðvelda kjósendum af erlendum uppruna og sérstaklega nýjum ríkisborgurum aðgang að upplýsingum og styðja þá til að taka vel upplýsta ákvörðun um hverjum þeir treysta fyrir atkvæði sínu á kjördag. Við höfum boðið öllum stjórnmálaflokkunum og helstu fjölmiðlum að nýta sér þennan vettvang. Einnig viljum við vekja athygli stjórnmálamanna á mikilvægi þessara þjóðfélagsþegna okkar og hvetja þá til að bjóða þeim í samtal um stefnur flokkanna og framtíðarsýn þeirra. Einn grundvallarréttur borgarans er kosningaréttur. Tatjana Latinovic er formaður Innflytjendaráðs og ég Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenninguseturs.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun