Mannréttindi fyrir dósir Andrés Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2021 11:00 „Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Andrés Ingi Jónsson Mannréttindi Píratar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart. Undanfarin misseri höfum við séð foreldra safna fyrir sérstökum tvímenningshjólum til að fötluð börn geti farið út að hjóla með fjölskyldu sinni. Það er nefnilega þannig að útivistir og tómstundir, sem mörgum þykir sjálfsagður hluti af daglegu lífi, flokkast sem lúxus hjá Sjúkratryggingum. Svar ríkisins er skýrt: Útivist og vistvænar samgöngur eru ekki fyrir allar fjölskyldur. Að komast á milli staða á hjóli, eða nota tvímenningshjól til að njóta útivistar, er ekki bara spurning um að fá smá vind í hárið. Þessi upplifun getur gjörbreytt líðan fatlaðra barna til hins betra, haft bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Niðurgreiðsla á tvímenningshjólum og öðrum hjálpartækjum sem auðvelda og auðga líf hreyfihamlaðra hefur þannig bein áhrif á daglegt líf. Lundin verður léttari og lífið betra. Vonbrigði í vikunni Ég spurði heilbrigðisráðherra í vor hvað henni þætti um að fella tvímenningshjól undir kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands, með vísan í að þau efla fötluð börn í athöfnum daglegs lífs og bæta andlega líðan þeirra. Svariðbarst í vikunni og veldur vonbrigðum. Í einfölduðu máli þá þykir ráðuneytinu það ekki stangast á við samning um réttindi fatlaðs fólks að sleppa því að veita fötluðum börnum aðgang að svona tækjum. Ráðuneytinu finnst nóg að uppfylla lágmarksskilyrði samningsins og telur ekki tilefni til að útvíkka reglurnar, a.m.k. ekki á þessari stundu. Það segist ætla að skoða þessi málefni, en varar strax við að kostnaðurinn geti orðið mikill. Væntingastjórnunin miðar greinilega öll að óbreyttu ástandi. Niðurgreiðsla á sérútbúnum hjólum og öðrum tækjum sem auðvelda fötluðum börnum útivist er andlegt og líkamlegt hagsmunamál fyrir börnin og allt fólk í kringum þau. Auðvitað eiga slík hjálpartæki að vera niðurgreidd. Við eigum að styrkja fatlað fólk til að taka fullan þátt í öllu samfélaginu, ekki bara þeim hlutum sem passa inn í þrönga skilgreiningu Sjúkratrygginga á daglegu lífi. Eða eigum við áfram að sætta okkur við að foreldrar fatlaðra barna þurfi að safna dósum í hvert sinn sem þau vilja að börnin sín njóti útivistar eins og jafnaldrar þeirra? Höfundur er þingmaður Pírata.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun