Sveigjanleiki í landbúnaði - Vannýtt auðlind Axel Sigurðsson skrifar 26. ágúst 2021 07:01 Í hugum okkar flestra er íslenska sveitin órjúfanlegur hluti tilverunnar í þessu annars kalda landi. En þróunin hefur verið hröð og breytingarnar miklar. Sumar búgreinar hafa dvínað, aðrar sótt fram. Og enn eru mikil tækifæri í íslenskum landbúnaði. Sem dæmi má nefna heimavinnslu afurða, kornrækt, próteinvinnslu og fjöldamargt annað. Svína og kjúklingaframleiðendur hafa sem dæmi gert mjög góða hluti í að sækja fram á íslenskum markaði. Þeir hafa verið leiðandi í nýsköpun á matvælum handa neytendum. Sú litla athygli sem íslensk stjórnvöldum hafa sýnt þeim hefur einskorðast að mestu við það að leggja á sérstakan kjarnfóðurskatt á sínum tíma. En… það eru fleiri stéttir innan landbúnaðarins sem fá lítinn stuðning frá stjórnvöldum. Heimaslátrun á sauð- og geitfé komst þó loks í gegn eftir nokkurra ára þrautagöngu. Því ber virkilega að fagna enda verið að gefa sauðfjárbændum tækifæri til að stækka körfuna undir eggin og auka virði sinnar framleiðslu. En hvers vegna að stoppa þarna? Það eru fleiri greinar sem geta ekki hámarkað virði sinnar framleiðslu með sams konar hætti. Hví ekki útvíkka heimildir til heimaslátrunar enn meira? Það er til margs að vinna: þann 1. ágúst gaf Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (RML) út skýrslu um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2019, þar sem kemur fram að afurðarverð stendur ekki einu sinni undir framleiðslukostnaði. Mismunun á milli búgreina eða gleymska? Afurðastöðvaverð á hrossum er það lágt að það borgar sig varla að leggja inn hross. Hví hefur það ekki verið skoðað af meiri alvöru að heimila heimaslátrun stórgripa líkt og nautgripa og hrossa til sölu - beint frá býli? Hvers vegna hefur það ekki verið gert? Hér liggur gríðarlegt tækifæri í að fjarlægja millilið úr framleiðsluferlinu sem virðist éta upp allan virðisauka úr framleiðslunni. Það er mismunun á milli stétta að gefa ekki öðrum kjötframleiðendum sömu heimildir og sauðfjárbændur hvað þetta varðar. Ekki síst þar sem þeir sækja inn á sama neytendamarkaðinn. Íslenskar kjötgreinar eiga aukinheldur evrópumet í lágum afurðarstöðvarverðum til kjötframleiðenda. Þetta ætti að vera hvetjandi fyrir stjórnvöld að finna leiðir til að styrkja bændur. Hér er um risastórt tækifæri að ræða. Nú þegar liggur fyrir frumhönnun á litlum heimasláturhúsum fyrir slátrun nautgripa í sem tryggja hreinlæti, mæta lagalegum skyldum og uppfylla sömu staðla og sambærileg meðalstór sláturhús innan EES svæðisins. Vinnuheitið er “Artisanal slaughter”. En hvað með mjólkina? En betur má ef duga skal, ég vil sjá, líkt og við öll trúi ég sömu tækifæri fyrir allar landbúnaðarstéttir til heimavinnslu, ég vil sjá aukin tækifæri fyrir alla bændur óháð búgreinum að framleiða úr sínum vörum heima fyrir inn á innanlandsmarkað, ég vil sjá tækifæri handa mjólkurframleiðendum, hvort sem það eru kúabændur eða sauð- og geitfjárbændur sem stefna á nýtingu sauðamjólkur, sem glíma við einstaklega erfiða nýliðun innan sinna raða vegna mikil fjármagns sem þarf til að hefja rekstur í mjólkurframleiðslu ásamt stöðugri fækkun á milli ára.Mjólkurframleiðsla glímir við margs háttar vandamál. Eitt af því er lítil nýliðun, enda mikið fjármagns sem þarf til að hefja rekstur og stöðugt minnkandi neysla á mjólk. Hér er þó tækifæri til að grípa, en það er að heimila mjólkurbændum að hefja litlar mjólkurvinnslur. Þaðan geta þeir selt frá sér gerilsneidda eða ógerilsneydda osta eftir því sem þeir kjósa. , Þannig geti þeir skapa sérstöðu á markaði og við sem samfélag leyfum einstaklingsframtakinu að njóta sín. Á Íslandi er bannað með lögum að selja hrámjólk til neytenda. Þessa sömu og íslenskir bændur og allir sem eru gestkomandi á mjólkurbýlum þekkja að hafa fengið að drekka. Hana vill löggjafinn ekki leyfa bændum að selja milliliðalaust til neytenda. Hið sama á við um hrámjólkurosta. Framleiðsla á þeim er ekki heimil hér á landi á meðan hrámjólkurostaframleiðsla og sala á hrámjólk til neytenda er leyfð í nágrannalöndum okkar. Reyndar beggja vegna atlantssála. Evrópusambandið hefur meira að segja gefið útgæðahandbók fyrir smáframleiðendur á mjólkurvörum til að tryggja örugga vöru til neytenda ásamt því að styðja við smáframleiðendur til að framleiða vöru úr hráefni sem þeir sjálfir skapa. Sveigjanleikinn sem gleymist Við höfum mikinn sveigjanleika þegar við tökum upp evrópskar reglugerðir. Svo mikinn að það má furðu sæta hvers vegna smáframleiðendum eru sett jafn mikil höft, boð og bönn og raun ber vitni. Það jaðrar við píslavottargöngu að koma matvælafyrirtæki á fót og framleiða úr sinni eign vöru til neytenda. Við gleymun nefnilega oft í upptöku laganna þessu sem við höfum, en nýtum ekki og er kallað “sveigjanleiki”. Markmiðið með sveigjanleikanum innan upptöku reglugerðanna er að vernda fjölbreytni matvæla, þjóna neytendum og þörfum smáframleiðenda. Íslensk matvælalöggjöf tekur mið af reglum Evrópusambandins í gegnum EES samninginn og eru því margar af reglugerðunum innleiddar hérlendis. Í evrópskri matvælalöggjöf liggja mörg tækifæri en við innleiðinguna hérlendis virðist íslenskur löggjafi verða, svo vitnaði sé í skrif Oddnýjar Láru hjá Samtökum Íslenskra Smáframleiðanda, “Hvers vegna erum við kaþólskari en páfinn”. Meira að segja umræðuskjalið „Ræktum Ísland“ frá Birni Bjarnasyni bendir á sama hlut en þar segir orðrétt; “Samkvæmt EES-reglum ber aðildarríkjum að sýna sveigjanleika gagnvart framleiðendum og gæta meðalhófs. Lögð er rík áhersla á að ekki séu gerðar kröfur sem séu óhóflegar í samanburði við þá starfsemi sem um ræðir hverju sinni. Í EES-ríkjum skal setja sérstakar reglur um framleiðslu þar sem matvæli eru afhent í litlu magni beint til neytenda. Ísland hefur ekki uppfyllt þessa skyldu nema að hluta. Setja þarf mun víðtækari efnisreglur um heimavinnsluaðila sem vinna vöru úr eigin frumframleiðslu og selja beint til neytenda.“ Með þessi orð á bak við eyrað, þá læðist að manni sá grunur að við séum með heimagert vandamál. Að vilji of margra í stjórnmálum sé einmitt að stuðla ekki að fjölbreytni og hvetja til matvælaframleiðslu smáframleiðenda. Eða hvort vandamálið sé einfaldlega barnalegra, að menn vilji sjálfir eiga hugmyndina. Það þekkist inn á þingi sú aðferð að fella mál stjórnarandstöðuflokka, bíða í nokkra mánuði og taka upp málið aftur, breyta smá og leggja fyrir þingið til að geta sagt síðan, „Sjáðu hvað ég gerði“. Eða kannski eru milliliðir að verja sína hagsmuni á kostnað bæði bænda og okkar sem neytenda án þess að við tökum eftir því. Gera þarf risaátak í þessum málum. Ég vil að allar landbúnaðarstéttir hafi mikið frelsi til heimavinnslu, ég vil sjá aukin tækifæri fyrir alla bændur óháð búgreinum að framleiða úr sínum vörum heima fyrir inn á innanlandsmarkað, ég vil sjá tækifæri handa mjólkurframleiðendum, hvort sem það eru kúabændur eða sauð- og geitfjárbændur sem stefna á nýtingu sauðamjólkur, sem glíma við einstaklega erfiða nýliðun innan sinna raða. Það er framtíðarsýn Viðreisnar fyrir íslenskan landbúnað. Höfundur er búfræðingur, matvælafræðingur og í framboði til alþingis fyrir Viðreisn í 5. sæti í suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Landbúnaður Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í hugum okkar flestra er íslenska sveitin órjúfanlegur hluti tilverunnar í þessu annars kalda landi. En þróunin hefur verið hröð og breytingarnar miklar. Sumar búgreinar hafa dvínað, aðrar sótt fram. Og enn eru mikil tækifæri í íslenskum landbúnaði. Sem dæmi má nefna heimavinnslu afurða, kornrækt, próteinvinnslu og fjöldamargt annað. Svína og kjúklingaframleiðendur hafa sem dæmi gert mjög góða hluti í að sækja fram á íslenskum markaði. Þeir hafa verið leiðandi í nýsköpun á matvælum handa neytendum. Sú litla athygli sem íslensk stjórnvöldum hafa sýnt þeim hefur einskorðast að mestu við það að leggja á sérstakan kjarnfóðurskatt á sínum tíma. En… það eru fleiri stéttir innan landbúnaðarins sem fá lítinn stuðning frá stjórnvöldum. Heimaslátrun á sauð- og geitfé komst þó loks í gegn eftir nokkurra ára þrautagöngu. Því ber virkilega að fagna enda verið að gefa sauðfjárbændum tækifæri til að stækka körfuna undir eggin og auka virði sinnar framleiðslu. En hvers vegna að stoppa þarna? Það eru fleiri greinar sem geta ekki hámarkað virði sinnar framleiðslu með sams konar hætti. Hví ekki útvíkka heimildir til heimaslátrunar enn meira? Það er til margs að vinna: þann 1. ágúst gaf Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (RML) út skýrslu um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2019, þar sem kemur fram að afurðarverð stendur ekki einu sinni undir framleiðslukostnaði. Mismunun á milli búgreina eða gleymska? Afurðastöðvaverð á hrossum er það lágt að það borgar sig varla að leggja inn hross. Hví hefur það ekki verið skoðað af meiri alvöru að heimila heimaslátrun stórgripa líkt og nautgripa og hrossa til sölu - beint frá býli? Hvers vegna hefur það ekki verið gert? Hér liggur gríðarlegt tækifæri í að fjarlægja millilið úr framleiðsluferlinu sem virðist éta upp allan virðisauka úr framleiðslunni. Það er mismunun á milli stétta að gefa ekki öðrum kjötframleiðendum sömu heimildir og sauðfjárbændur hvað þetta varðar. Ekki síst þar sem þeir sækja inn á sama neytendamarkaðinn. Íslenskar kjötgreinar eiga aukinheldur evrópumet í lágum afurðarstöðvarverðum til kjötframleiðenda. Þetta ætti að vera hvetjandi fyrir stjórnvöld að finna leiðir til að styrkja bændur. Hér er um risastórt tækifæri að ræða. Nú þegar liggur fyrir frumhönnun á litlum heimasláturhúsum fyrir slátrun nautgripa í sem tryggja hreinlæti, mæta lagalegum skyldum og uppfylla sömu staðla og sambærileg meðalstór sláturhús innan EES svæðisins. Vinnuheitið er “Artisanal slaughter”. En hvað með mjólkina? En betur má ef duga skal, ég vil sjá, líkt og við öll trúi ég sömu tækifæri fyrir allar landbúnaðarstéttir til heimavinnslu, ég vil sjá aukin tækifæri fyrir alla bændur óháð búgreinum að framleiða úr sínum vörum heima fyrir inn á innanlandsmarkað, ég vil sjá tækifæri handa mjólkurframleiðendum, hvort sem það eru kúabændur eða sauð- og geitfjárbændur sem stefna á nýtingu sauðamjólkur, sem glíma við einstaklega erfiða nýliðun innan sinna raða vegna mikil fjármagns sem þarf til að hefja rekstur í mjólkurframleiðslu ásamt stöðugri fækkun á milli ára.Mjólkurframleiðsla glímir við margs háttar vandamál. Eitt af því er lítil nýliðun, enda mikið fjármagns sem þarf til að hefja rekstur og stöðugt minnkandi neysla á mjólk. Hér er þó tækifæri til að grípa, en það er að heimila mjólkurbændum að hefja litlar mjólkurvinnslur. Þaðan geta þeir selt frá sér gerilsneidda eða ógerilsneydda osta eftir því sem þeir kjósa. , Þannig geti þeir skapa sérstöðu á markaði og við sem samfélag leyfum einstaklingsframtakinu að njóta sín. Á Íslandi er bannað með lögum að selja hrámjólk til neytenda. Þessa sömu og íslenskir bændur og allir sem eru gestkomandi á mjólkurbýlum þekkja að hafa fengið að drekka. Hana vill löggjafinn ekki leyfa bændum að selja milliliðalaust til neytenda. Hið sama á við um hrámjólkurosta. Framleiðsla á þeim er ekki heimil hér á landi á meðan hrámjólkurostaframleiðsla og sala á hrámjólk til neytenda er leyfð í nágrannalöndum okkar. Reyndar beggja vegna atlantssála. Evrópusambandið hefur meira að segja gefið útgæðahandbók fyrir smáframleiðendur á mjólkurvörum til að tryggja örugga vöru til neytenda ásamt því að styðja við smáframleiðendur til að framleiða vöru úr hráefni sem þeir sjálfir skapa. Sveigjanleikinn sem gleymist Við höfum mikinn sveigjanleika þegar við tökum upp evrópskar reglugerðir. Svo mikinn að það má furðu sæta hvers vegna smáframleiðendum eru sett jafn mikil höft, boð og bönn og raun ber vitni. Það jaðrar við píslavottargöngu að koma matvælafyrirtæki á fót og framleiða úr sinni eign vöru til neytenda. Við gleymun nefnilega oft í upptöku laganna þessu sem við höfum, en nýtum ekki og er kallað “sveigjanleiki”. Markmiðið með sveigjanleikanum innan upptöku reglugerðanna er að vernda fjölbreytni matvæla, þjóna neytendum og þörfum smáframleiðenda. Íslensk matvælalöggjöf tekur mið af reglum Evrópusambandins í gegnum EES samninginn og eru því margar af reglugerðunum innleiddar hérlendis. Í evrópskri matvælalöggjöf liggja mörg tækifæri en við innleiðinguna hérlendis virðist íslenskur löggjafi verða, svo vitnaði sé í skrif Oddnýjar Láru hjá Samtökum Íslenskra Smáframleiðanda, “Hvers vegna erum við kaþólskari en páfinn”. Meira að segja umræðuskjalið „Ræktum Ísland“ frá Birni Bjarnasyni bendir á sama hlut en þar segir orðrétt; “Samkvæmt EES-reglum ber aðildarríkjum að sýna sveigjanleika gagnvart framleiðendum og gæta meðalhófs. Lögð er rík áhersla á að ekki séu gerðar kröfur sem séu óhóflegar í samanburði við þá starfsemi sem um ræðir hverju sinni. Í EES-ríkjum skal setja sérstakar reglur um framleiðslu þar sem matvæli eru afhent í litlu magni beint til neytenda. Ísland hefur ekki uppfyllt þessa skyldu nema að hluta. Setja þarf mun víðtækari efnisreglur um heimavinnsluaðila sem vinna vöru úr eigin frumframleiðslu og selja beint til neytenda.“ Með þessi orð á bak við eyrað, þá læðist að manni sá grunur að við séum með heimagert vandamál. Að vilji of margra í stjórnmálum sé einmitt að stuðla ekki að fjölbreytni og hvetja til matvælaframleiðslu smáframleiðenda. Eða hvort vandamálið sé einfaldlega barnalegra, að menn vilji sjálfir eiga hugmyndina. Það þekkist inn á þingi sú aðferð að fella mál stjórnarandstöðuflokka, bíða í nokkra mánuði og taka upp málið aftur, breyta smá og leggja fyrir þingið til að geta sagt síðan, „Sjáðu hvað ég gerði“. Eða kannski eru milliliðir að verja sína hagsmuni á kostnað bæði bænda og okkar sem neytenda án þess að við tökum eftir því. Gera þarf risaátak í þessum málum. Ég vil að allar landbúnaðarstéttir hafi mikið frelsi til heimavinnslu, ég vil sjá aukin tækifæri fyrir alla bændur óháð búgreinum að framleiða úr sínum vörum heima fyrir inn á innanlandsmarkað, ég vil sjá tækifæri handa mjólkurframleiðendum, hvort sem það eru kúabændur eða sauð- og geitfjárbændur sem stefna á nýtingu sauðamjólkur, sem glíma við einstaklega erfiða nýliðun innan sinna raða. Það er framtíðarsýn Viðreisnar fyrir íslenskan landbúnað. Höfundur er búfræðingur, matvælafræðingur og í framboði til alþingis fyrir Viðreisn í 5. sæti í suðurkjördæmi
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun