Öryggi barna í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Umferðaröryggi Slysavarnir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun