Körfubolti

Fyrirliði Keflavíkur leggur skóna á hilluna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Erna Hákonardóttir, til hægri, hefur lagt skóna á hilluna.
Erna Hákonardóttir, til hægri, hefur lagt skóna á hilluna. Vísir/Andri Marinó

Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þessa ákvörðun tók hún þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul.

Erna er uppalinn hjá Keflavík en skipti snemma til Njarðvíkur hvar hún vann tvöfalt 2012. Þá vann hún einnig tvöfalt með Snæfelli 2016 og loks vann hún bæði deild og bikar með uppeldisfélaginu árið 2017. Hún varð þá einnig bikarmeistari með Keflavík 2018.

Erna lék sem skotbakvörður og verður 28 ára á árinu. Í samtali við Karfan.is segir hún körfuboltann vera full tímafrekann og hún vilji einbeita sér að öðrum hlutum.

„Þetta er mjög tímafrekt sport og ég fann það á síðasta tímabili, sem var langt og strembið að núna væri komin tími á segja þetta gott. Þetta hefur verið geggjaður tími í boltanum og ég geng sátt frá borði,“ hefur Karfan.is eftir Ernu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.