Hvar eiga börnin okkar að búa? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 15:01 Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fasteignamarkaður Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árin 2005-2007 ríkti þórðargleði hjá fólki sem var að kaupa íbúðarhúsnæði sem hækkaði í verði nánast mánaðarlega. Dæmi voru um að íbúð tvöfaldaðist í verði á stuttum tíma. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær að fólki stóð til boða lán sem báru á þeim tíma lága vexti, reyndar í erlendum gjaldmiðli, varð því greiðslubyrðin lág og meira svigrúm skapaðist til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Verð húsnæðis, í fullkomnum heimi þar sem framboð helst í hendur við eftirspurn, ætti að myndast af lóðarverði, byggingarkostnaði og öðrum þáttum eins og staðsetningu. Ýmsir svokallaðir sérfræðingar hafa reynt að koma með aðrar skýringar. Flestir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera málpípur þeirra sem hafa hagsmuni af háu fasteignaverði. Hálfsannar skýringar Þær húsnæðisframkvæmdir sem nú eru í gangi á höfuðborgarsvæðinu eru flestar á vegum verktaka, sumir þeirra flokkast sem risaverktakar. Ýmist er hent fram rökum um að þörf sé fyrir litlar íbúðir, það þurfi að þétta byggð og að markaðurinn kalli á hinar eða þessar gerðir eigna. Margt af þessu má rökstyðja. Enginn hefur mælt gegn þéttingu byggðar þar sem það á við. Það er hins vegar nauðsynlegt að ætíð sé nægt lóðaframboð á eðlilegum kjörum. Einstaklingar verða að hafa val um hvernig húsnæði þeir vilja búa í. Öll umræða um að aldrei hafi verið byggt jafn mikið og undanfarið er „mantra“ sem telur almenningi þá trú að innan skamms verði ofgnótt húsnæðis. Af hverju er fasteignaverð eins hátt og raun ber? Einfalda svarið er að þeir sem eru í viðskiptum vilja græða sem mest. Hverjir aðrir eru að hagnast ? Getur verið að bankakerfið sjái sér hag í að halda verði háu svo að hægt sé að lána meira? Tekjur sveitarfélaganna af lóðarsölu eru miklar sem bætist við verð fasteigna og um leið hækka fasteignaskattar. Stóra óleysta vandamálið Stóra óleysta vandamálið er hvernig fólk eigi að eignast eða leigja fasteign án þess að greiða þurfi okurverð. Skynsamlegasta leiðin er að tryggja framboð lóða á eðlilegu verði. Það er engum greiði gerður að okurverð og yfirboð viðgangist á fasteignamarkaði. Með því móti geta börnin okkar og barnabörn hvorki keypt né leigt. Tryggja þarf að allir geti keypt íbúðarhúsnæði og þeir komist af leigumarkaði sem vilja. Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar