Handbolti

Sig­valdi Björn frá vegna höfuð­höggs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi Björn meiddist í vináttuleik í gær. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.
Sigvaldi Björn meiddist í vináttuleik í gær. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Vive Kielce

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson fékk þungt högg á höfuðið í vináttuleik með liði sínu Vive Kielce í gær. Hann missir því af leik liðsins gegn Füchse Berlin í dag.

Hornamaðurinn knái og liðsfélagar hans hjá Póllandsmeisturum Vive Kielce eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi leiktíð. Kielce lék í gegn Taganrog frá Rússlandi í gær en leikurinn er hluti af æfingamóti sem nú fer fram. Handbolti.is greindi frá þessu fyrr í dag.

Sigvaldi Björn var á leið í skyndisókn eftir að Rússarnir misstu boltann en leikmaður rússneska liðsins tók ekki eftir Íslendingnum með þeim afleiðingum að þeir skullu harkalega saman.

Bertus Servaas, forseti Kielce, sagði á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í dag að Sigvaldi Björn myndi ekki spila gegn Füchse Berlin. Hann fór hins vegar ekki nánar út í hversu lengi Sigvaldi yrði frá keppni.

Þá svaraði hann stuðningsmanni félagsins sem spurði út í Hauk Þrastarson sem sleit krossband í hné í október á síðasta ári. Servaas segir félagið standa við bakið á Hauki sem fái allan þann tíma sem þurfi til þess að jafna sig af meiðslunum.

Vive Kielce vann leikinn gegn Taganrog með tíu marka mun, 34-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×