Dauðinn í sjókvíunum er þekktur hjá eftirlitsstofnunum og á Alþingi Arndís Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar