Einar Jónsson segir að Olís deildin hafi ekki verið jafn sterk í langan tíma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2021 19:16 Einar Jónsson gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013, en hann mun stýra liðinu á komandi leiktíð. Mynd/Skjáskot Einar Jónsson mun stýra Fram í Olís deild karla á komandi tímabili. Hann tekur við keflinu af Sebastan Alexandersyni, en Einar gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2013. „Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
„Þetta bara verður gaman og þetta verður erfitt,“ sagði Einar í samtali við Gaupa á dögunum. „Við erum með svipað lið og í fyrra og liðið gerði ágætis hluti þá.“ „Við bara ætlum að reyna að byggja aðeins ofan á það en deildin er náttúrulega mjög öflug þannig að þetta verður verðugt verkefni. Við ætlum að koma okkur allavega í úrslitakeppnina.“ Þrátt fyrir að Einar hafi ekki verið við þjálfun í deildinni á síðustu leiktíð, fylgdist hann vel með. Hann segir að faraldurinn hafi sett sinn svip á deildina í fyrra. „Þetta auðvitað litast svolítið af þessum covid vandamálum, en mér fannst nokkur lið mjög öflug. Haukarnir náttúrulega að spila allt mótið mjög vel og svo koma Valsararnir líka og toppa á réttum tíma.“ „En ég held að gæðin á þesu séu mjög góð. Það eru mikið af góðum leikmönnum þarna og mikið af ungum strákum að koma upp. Svo eru atvinnumenn að koma heim þannig að deildin var bara mjög skemmtileg og jöfn. Það er það góða við þetta, að hún er jöfn og það er verið að berjast um öll sæti. Fram á síðustu umferð var verið að berjast um alveg frá öðru og niður í níunda sæti.“ Einar hélt áfram að tala um gæði deildarinnar, og hann er á því máli að deildin sé að styrkjast enn frekar. „Hún er að styrkjast talsvert frá því í fyrra. Þú sérð bara menn eins og Rúnar Kára og fleiri toppklassa handboltamenn eru að koma heim bara á góðum aldri og eiga nóg eftir. Þannig að deildin verður bara hrikalega öflug held ég og jafnvel bara ein sú öflugasta í langan, langan tíma.“ Klippa: Einar Jónsson viðtal „Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni“ Fram gerði fína hluti í deildinni í fyrra og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einar segir að liðið ætli sér meira á þessu tímabili. „Það er alltaf rúm fyrir bætingu og Framararnir spiluðu bara mjög góðan handbolta síðasta vetur. Þetta er flottur hópur og við höfum trú á því og við ætlum okkur að gera betur. Liðið var í níunda sæti í fyrra og er búið að vera þar undanfarin 3-4 ár. Við þurfum að fara að koma okkur af þeim stað og upp í þessa úrslitakeppni. Það er þar sem allir vilja vera.“ „Við teljum okkur geta það og ég held að við höfum hópin í það. Svo verðum við bara að sjá til hvort að það heppnist ekki.“ Viðtalið við Einar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira