Körfubolti

Nat-vélin samdi við Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Nathanaelsson hefur verið rauður undanfarin ár en hefur nú skipt yfir í blátt.
Ragnar Nathanaelsson hefur verið rauður undanfarin ár en hefur nú skipt yfir í blátt. Vísir/Vilhelm

Íslenski landsliðsmiðherjinn Ragnar Nathanaelsson mun spila áfram í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi tímabili.

Ragnar, eða Nat-vélin eins og hann er oft kallaður, féll úr deildinni með Haukum í vor hefur skipti yfir í Stjörnuna og gert eins árs samning við Garðabæjarfélagið.

Ragnar er 218 sentímetra miðherji sem mun halda upp á þrítugsafmælið sitt seinna í þessum mánuði. Ragnar gekk frá samningnum áður en hann fór út með íslenska landsliðinu til að keppa í forkeppni heimsmeistaramótsins.

Ragnar var með 1,7 stig og 3,5 fráköst að meðaltali á 8 mínútum í leik með Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur alls spilað 189 leiki í úrvalsdeild á ferlinum og gæti komist í tvö hundruð leikja klúbbinn í vetur.

Ragnar hefur áður spilað með Hamri, Þór Þorlákshöfn, Njarðvík og Val í úrvalsdeildinni en Stjarnan verður þriðja félagið hans á þremur árum. Hann hefur einnig spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð og á Spáni.

Stjörnumenn eru ekki aðeins að fá leikmanninn ragnar ef marka má tilkynningu félagsins í dag.

„Ragnar hefur einnig getið sér gott orð sem yngri flokka þjálfari og mun hann bætast við sterkt þjálfarateymi Stjörnunnar. Það er alltaf stemming og gleði þar sem Ragnar er og við bjóðum hann velkominn í Garðabæinn,“ sagði í tilkynningunni sem sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×