Gleðilega Hinsegin daga, kæra þjóð! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:43 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun