Kemur ekki fram á tónlistarhátíð vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 21:32 DaBaby á tónleikunum sem hann viðhafði hatursorðræðu á. Jason Koerner/Getty Rapparinn DaBaby kemur ekki fram á lokakvöldi tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza sem fram fer í Chicago í kvöld. Ástæðan er hatursorðræða sem hann viðhafði á tónleikum í síðustu viku. Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram. Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram.
Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira