Handbolti

Lærisveinar Alfreðs tryggðu sig í 8-liða úrslit

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfreð á hliðarlínunni í dag.
Alfreð á hliðarlínunni í dag. vísir/Getty

Þýska landsliðið í handbolta, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er komið í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna í Tókýó.

Þjóðverjar lögðu Brasilíumenn að velli nokkuð örugglega í dag en eftir að jafnræði hafði verið með liðunum til að byrja sigu Þjóðverjar fram úr og unnu fjögurra marka sigur, 29-25.

Þýskaland leiddi einnig með fjórum mörkum í leikhléi, 16-12.

Steffen Weinhold og Juri Knorr voru atkvæðamestir í liði Þjóðverja með sex mörk hvor.

Þýskaland mun mæta Egyptum í 8-liða úrslitum keppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.