Handbolti

Lærisveinar Arons áfram eftir dramatískan sigur Dags á Portúgal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á leið í 8-liða úrslit.
Á leið í 8-liða úrslit. vísir/Getty

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í handboltalandsliði Barein eru komnir í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum.

Úrslit næturinnar tryggja Barein farseðil í 8-liða úrslit þrátt fyrir að liðið hafi beðið lægri hlut fyrir Egyptalandi í nótt, 30-20.

Sigur Japana, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, á Portúgal í nótt tryggir Barein sætið í 8-liða úrslitum en Japan vann leikinn með einu marki, 31-30.

Japan, Barein og Portúgal enduðu því öll með 2 stig í B-riðlinum en Barein fer áfram á innbyrðisviðureignum þessara þriggja þjóða og mun mæta firnasterku liði Frakka í 8-liða úrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.