Er kerfahugsun of flókin fyrir stjórnmálamenn? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. júlí 2021 10:01 Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum. Hugtakið kerfahugsun er þýðing á enska heitinu “systems thinking”, sem grundvallast á því að horfa ekki á hlutina í einangruðu umhverfi, heldur líta á alla þá hluti sem tengjast málefninu og að kanna vel allar forsendur og samhengið, hvernig hinir ýmsu þættir tengjast saman. Skimun ferðamanna Tökum nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til við að skilja betur orsakir og afleiðingar ákvarðana. Þann 1. júlí var ekki lengur gerð krafa um skimun bólusettra við komuna til landsins. Þetta var gert vegna þess að það kom hávær krafa frá ferðaþjónustunni sem vildi fá ferðamenn til landsins og vegna þess að ríkisstjórnin var búin að veðja á að sú atvinnugrein myndi taka hratt við sér og var ekki með neitt annað plan til að styrkja efnahaginn. Þarna gáfu aðilar sér þær forsendur að það væri einna helst krafa um sýnatöku við komuna til landsins (eða fyrir brottför) sem að fældi ferðamenn frá. Það eru hins vegar mun flóknara kerfi sem stýra ákvörðunum ferðamanna. Þar hefur áhrif hvernig sóttvarnarreglur eru í landinu sem þeir koma til, því engan langar að koma til lands þar sem allt er lokað. Að sama skapi vilja ferðamenn forðast það að þurfa að lenda í sóttkví bæði við komuna til landsins og við brottför frá landinu. Ef ferðaþjónustan, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu horft á þessar ákvarðanir með kerfislægum hætti, þá hefðu þau áttað sig á því að það að hætta að skima jók áhættu á að smit kæmist til landsins. Út frá því hefðu þau áttað sig á því að það að smit kæmist til landsins og breiddust hratt út myndi leiða til þess að mögulega þyrfti að draga úr þjónustu við ferðamenn innanlands. Það að smit geta dreifst mun hraðar út myndi síðan leiða til þess að fjöldi nýrra smita yrði svo hár að við yrðum rautt land á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Það að við yrðum rauð á því korti leiddi svo til þess að ferðamenn yrðu að fara í sóttkví við komuna heim. Þetta leiddi svo allt til þess að ferðamönnum fækkaði aftur. Verndun heilbrigðiskerfisins Tökum annað nýlegt dæmi þar sem kerfahugsun hefði hjálpað til. Stjórnmálamenn hafa undanfarnar vikur einblínt á það hversu margir verða alvarlega veikir ef þeir fá COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettir. Það er einfaldur mælikvarði og augljóst að það er mikilvægt að þetta hlutfall sé lágt. En raunveruleikinn er aðeins flóknara en þetta. Við viljum vernda þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma frá því að smitast og við viljum að fólk geti fengið nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem er ótengd COVID-19. Hvað gerist þegar við lítum á áhrif smita á kerfið í heild sinni? Smit þurfa ekki að verða alvarleg til þess að lama heilbrigðiskerfið. Gott dæmi um þetta er að á síðustu dögum þurfti að loka, amk. tímabundið krabbameinsdeild á Landspítalanum af því að það komu upp ætluð smit meðal sjúklinga og starfsfólks sem reyndist svo röng greining. Þarna þurfti smitið ekki að vera alvarleg veikindi vegna COVID-19 til þess að hafa mikil áhrif. Við erum með brothætt og lítið heilbrigðiskerfi á Íslandi sem er þegar mjög undirmannað og fjársvelt. Eftir því sem fleira starfsfólk og sjúklingar smitast þá er hættan sú að Landspítalinn og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu riði til falls, jafnvel þó aðeins örfáir verði alvarlega veikir. Hér komumst við því ekki hjá því að ræða um hvernig fyrri ákvarðanir um fjárveitingar til heilbrigðismála og um skipulag þeirra hafa haft áhrif á getu kerfisins til að takast á við núverandi farsóttarástand. Kjósum rétt Látum ekki blindast af stjórnmálamönnum sem selja þér töfralausnir sem síðan eru gagnslausar og orsaka jafnvel kerfishrun stuttu eftir kosningar. Við prófuðum það 2016 þegar Sigmundur Davíð bauð öllum 20% afslátt á húsnæðislánum, sem síðan áttu bara við fyrir þá ríkustu. Við þurfum fólk á þing og í ríkisstjórn sem skilur kerfahugsun og er tilbúið að tækla öll þau kerfislægu vandamál sem að samfélagið okkar stendur frammi fyrir. Við þurfum fólk sem skilur að það dugar ekki að setja plástra á heilbrigðiskerfi sem er við það að riða til falls. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun