Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin Kjartan Valgarðsson skrifar 29. júlí 2021 13:30 Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjartan Valgarðsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun