Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra Guðbrandur Einarsson skrifar 28. júlí 2021 10:30 Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða. Margir eru frískir og fjörugir og bjarga sér sjálfir. Aðrir eru sæmilega frískir og þurfa frekar á félagslegri aðhlynningu að halda en heilbrigðisþjónustu. Síðan eru þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda af ýmsum toga. Þess vegna er nauðsynlegt að til staðar séu ýmis konar úrræði sem uppfylla þarfir mismundandi hópa. Þjónusta á hendi ríkis og sveitarfélaga Þjónustu við eldri íbúa hefur bæði verið sinnt af sveitarfélögum og ríki. Félagsleg heimaþjónusta, sem sveitarfélögin sinna, er fyrir þá sem búa í heimahúsum en þurfa aðstoð við að sjá um heimilishald og persónulega umhirðu. Tilgangur heimahjúkrunar, sem er á forræði ríkis, er að gera fólki kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Oft skarast þessir þjónustuþættir og óvissa ríkir um hver á að gera hvað. Slík óvissa bitnar auðvitað mest á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og því nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög skýri og skilgreini betur hvoru megin lækjar ábyrgðin liggur. Ótækt að festa eldra fólk á sjúkrahúsum Það liggur fyrir, miðað við þá biðlista sem eru til staðar, að nauðsynlegt er að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er auðvitað ótækt að ekki skuli vera hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsi vegna skorts á úrræðum. Þetta eykur allan kostnað við heilbrigðisþjónustu þar sem verið er að nýta dýrasta úrræðið þegar aðrir kostir þyrftu að vera til staðar. Framkvæmdasjóður aldraðravar stofnaður árið 1999. Hann starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu heilbrigðisráðuneytisins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Lagabreyting var gerð á sjóðnum árið 2004 og heimild veitt til þess að nýta sjóðinn til viðhalds hjúkrunarheimila. Fjármunir nýttir í rekstur en ekki fjárfestingar Árið 2011 var hins vegar sett inn bráðabirgðaákvæði sem heimilaði að sjóðurinn yrði nýttur til reksturs og samkvæmt uppgjöri 2015 var staðan þannig að einungis 40% af fjármunum sjóðsins er nýttur í það sem hann var upphaflega stofnaður til, það er til fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu. Þá hefur það verið haft eftir Sigurði Jónssyni, sem er fulltrúi Landssambands eldri borgara í stjórn Framkvæmdasjóðs, að þriðjungur tekna sjóðsins hafi á árunum 2011-2017 verið notaður í rekstur. Þá vekur það einnig athygli að sumir landshlutar hafa fengið talsvert minna af fjármunum úr Framkvæmdasjóði einhverra hluta vegna en slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað. Ríkissjóður fær lánað hjá Framkvæmdasjóði aldraðra Ríkissjóðurskuldaði Framkvæmdasjóði aldraðra tæpa 2,9 milljarða króna í árslok 2019 samkvæmt ársreikningnum, sem var þá rúmlega gjaldið sem lagt var á fólk það ár. Það er um það bil kostnaðurinn við fullbúið 60 rýma hjúkrunarheimili. Mér finnst vel hægt að líkja þessu við formann húsfélags sem fengi lánað úr hússjóðnum til eigin nota. Eitthvað myndi nú verða sagt við því. Ný búsetuúrræði Öldrunarþjónusta er talsvert fjárfrekur málaflokkur og því er nauðsynlegt að fjölga þeim úrræðum sem málaflokknum tilheyra, bæði til þess að auka fjölbreytni en einnig til þess að fara betur með fjármuni. Einn af þeim kostum sem rétt væri að skoða er búsetuúrræði einhvers staðar á milli þess að búa heima eða vera á hjúkrunarheimili. Það gæti verið kostur að byggja dvalarheimili þar sem hver og einn hefði sína íbúð og boðið væri upp á sameiginleg rými eins og matsal og sali þar sem hægt væri að bjóða upp á félagslega virkni, líkamsrækt, tómstundir og samveru. Það eru ekki allir sem treysta sér til að búa einir eftir að hafa til dæmis misst maka sinn og margir eiga það á hættu að einangrast félagslega. Ef fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra væru nýttir til þess sem þeir voru upphaflega ætlaðir til, væri hægt að fjölga úrræðum í þessum málaflokki verulega. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða. Margir eru frískir og fjörugir og bjarga sér sjálfir. Aðrir eru sæmilega frískir og þurfa frekar á félagslegri aðhlynningu að halda en heilbrigðisþjónustu. Síðan eru þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda af ýmsum toga. Þess vegna er nauðsynlegt að til staðar séu ýmis konar úrræði sem uppfylla þarfir mismundandi hópa. Þjónusta á hendi ríkis og sveitarfélaga Þjónustu við eldri íbúa hefur bæði verið sinnt af sveitarfélögum og ríki. Félagsleg heimaþjónusta, sem sveitarfélögin sinna, er fyrir þá sem búa í heimahúsum en þurfa aðstoð við að sjá um heimilishald og persónulega umhirðu. Tilgangur heimahjúkrunar, sem er á forræði ríkis, er að gera fólki kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Oft skarast þessir þjónustuþættir og óvissa ríkir um hver á að gera hvað. Slík óvissa bitnar auðvitað mest á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og því nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög skýri og skilgreini betur hvoru megin lækjar ábyrgðin liggur. Ótækt að festa eldra fólk á sjúkrahúsum Það liggur fyrir, miðað við þá biðlista sem eru til staðar, að nauðsynlegt er að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er auðvitað ótækt að ekki skuli vera hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsi vegna skorts á úrræðum. Þetta eykur allan kostnað við heilbrigðisþjónustu þar sem verið er að nýta dýrasta úrræðið þegar aðrir kostir þyrftu að vera til staðar. Framkvæmdasjóður aldraðravar stofnaður árið 1999. Hann starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu heilbrigðisráðuneytisins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Lagabreyting var gerð á sjóðnum árið 2004 og heimild veitt til þess að nýta sjóðinn til viðhalds hjúkrunarheimila. Fjármunir nýttir í rekstur en ekki fjárfestingar Árið 2011 var hins vegar sett inn bráðabirgðaákvæði sem heimilaði að sjóðurinn yrði nýttur til reksturs og samkvæmt uppgjöri 2015 var staðan þannig að einungis 40% af fjármunum sjóðsins er nýttur í það sem hann var upphaflega stofnaður til, það er til fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu. Þá hefur það verið haft eftir Sigurði Jónssyni, sem er fulltrúi Landssambands eldri borgara í stjórn Framkvæmdasjóðs, að þriðjungur tekna sjóðsins hafi á árunum 2011-2017 verið notaður í rekstur. Þá vekur það einnig athygli að sumir landshlutar hafa fengið talsvert minna af fjármunum úr Framkvæmdasjóði einhverra hluta vegna en slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað. Ríkissjóður fær lánað hjá Framkvæmdasjóði aldraðra Ríkissjóðurskuldaði Framkvæmdasjóði aldraðra tæpa 2,9 milljarða króna í árslok 2019 samkvæmt ársreikningnum, sem var þá rúmlega gjaldið sem lagt var á fólk það ár. Það er um það bil kostnaðurinn við fullbúið 60 rýma hjúkrunarheimili. Mér finnst vel hægt að líkja þessu við formann húsfélags sem fengi lánað úr hússjóðnum til eigin nota. Eitthvað myndi nú verða sagt við því. Ný búsetuúrræði Öldrunarþjónusta er talsvert fjárfrekur málaflokkur og því er nauðsynlegt að fjölga þeim úrræðum sem málaflokknum tilheyra, bæði til þess að auka fjölbreytni en einnig til þess að fara betur með fjármuni. Einn af þeim kostum sem rétt væri að skoða er búsetuúrræði einhvers staðar á milli þess að búa heima eða vera á hjúkrunarheimili. Það gæti verið kostur að byggja dvalarheimili þar sem hver og einn hefði sína íbúð og boðið væri upp á sameiginleg rými eins og matsal og sali þar sem hægt væri að bjóða upp á félagslega virkni, líkamsrækt, tómstundir og samveru. Það eru ekki allir sem treysta sér til að búa einir eftir að hafa til dæmis misst maka sinn og margir eiga það á hættu að einangrast félagslega. Ef fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra væru nýttir til þess sem þeir voru upphaflega ætlaðir til, væri hægt að fjölga úrræðum í þessum málaflokki verulega. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun