Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra Guðbrandur Einarsson skrifar 28. júlí 2021 10:30 Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða. Margir eru frískir og fjörugir og bjarga sér sjálfir. Aðrir eru sæmilega frískir og þurfa frekar á félagslegri aðhlynningu að halda en heilbrigðisþjónustu. Síðan eru þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda af ýmsum toga. Þess vegna er nauðsynlegt að til staðar séu ýmis konar úrræði sem uppfylla þarfir mismundandi hópa. Þjónusta á hendi ríkis og sveitarfélaga Þjónustu við eldri íbúa hefur bæði verið sinnt af sveitarfélögum og ríki. Félagsleg heimaþjónusta, sem sveitarfélögin sinna, er fyrir þá sem búa í heimahúsum en þurfa aðstoð við að sjá um heimilishald og persónulega umhirðu. Tilgangur heimahjúkrunar, sem er á forræði ríkis, er að gera fólki kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Oft skarast þessir þjónustuþættir og óvissa ríkir um hver á að gera hvað. Slík óvissa bitnar auðvitað mest á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og því nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög skýri og skilgreini betur hvoru megin lækjar ábyrgðin liggur. Ótækt að festa eldra fólk á sjúkrahúsum Það liggur fyrir, miðað við þá biðlista sem eru til staðar, að nauðsynlegt er að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er auðvitað ótækt að ekki skuli vera hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsi vegna skorts á úrræðum. Þetta eykur allan kostnað við heilbrigðisþjónustu þar sem verið er að nýta dýrasta úrræðið þegar aðrir kostir þyrftu að vera til staðar. Framkvæmdasjóður aldraðravar stofnaður árið 1999. Hann starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu heilbrigðisráðuneytisins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Lagabreyting var gerð á sjóðnum árið 2004 og heimild veitt til þess að nýta sjóðinn til viðhalds hjúkrunarheimila. Fjármunir nýttir í rekstur en ekki fjárfestingar Árið 2011 var hins vegar sett inn bráðabirgðaákvæði sem heimilaði að sjóðurinn yrði nýttur til reksturs og samkvæmt uppgjöri 2015 var staðan þannig að einungis 40% af fjármunum sjóðsins er nýttur í það sem hann var upphaflega stofnaður til, það er til fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu. Þá hefur það verið haft eftir Sigurði Jónssyni, sem er fulltrúi Landssambands eldri borgara í stjórn Framkvæmdasjóðs, að þriðjungur tekna sjóðsins hafi á árunum 2011-2017 verið notaður í rekstur. Þá vekur það einnig athygli að sumir landshlutar hafa fengið talsvert minna af fjármunum úr Framkvæmdasjóði einhverra hluta vegna en slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað. Ríkissjóður fær lánað hjá Framkvæmdasjóði aldraðra Ríkissjóðurskuldaði Framkvæmdasjóði aldraðra tæpa 2,9 milljarða króna í árslok 2019 samkvæmt ársreikningnum, sem var þá rúmlega gjaldið sem lagt var á fólk það ár. Það er um það bil kostnaðurinn við fullbúið 60 rýma hjúkrunarheimili. Mér finnst vel hægt að líkja þessu við formann húsfélags sem fengi lánað úr hússjóðnum til eigin nota. Eitthvað myndi nú verða sagt við því. Ný búsetuúrræði Öldrunarþjónusta er talsvert fjárfrekur málaflokkur og því er nauðsynlegt að fjölga þeim úrræðum sem málaflokknum tilheyra, bæði til þess að auka fjölbreytni en einnig til þess að fara betur með fjármuni. Einn af þeim kostum sem rétt væri að skoða er búsetuúrræði einhvers staðar á milli þess að búa heima eða vera á hjúkrunarheimili. Það gæti verið kostur að byggja dvalarheimili þar sem hver og einn hefði sína íbúð og boðið væri upp á sameiginleg rými eins og matsal og sali þar sem hægt væri að bjóða upp á félagslega virkni, líkamsrækt, tómstundir og samveru. Það eru ekki allir sem treysta sér til að búa einir eftir að hafa til dæmis misst maka sinn og margir eiga það á hættu að einangrast félagslega. Ef fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra væru nýttir til þess sem þeir voru upphaflega ætlaðir til, væri hægt að fjölga úrræðum í þessum málaflokki verulega. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða. Margir eru frískir og fjörugir og bjarga sér sjálfir. Aðrir eru sæmilega frískir og þurfa frekar á félagslegri aðhlynningu að halda en heilbrigðisþjónustu. Síðan eru þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda af ýmsum toga. Þess vegna er nauðsynlegt að til staðar séu ýmis konar úrræði sem uppfylla þarfir mismundandi hópa. Þjónusta á hendi ríkis og sveitarfélaga Þjónustu við eldri íbúa hefur bæði verið sinnt af sveitarfélögum og ríki. Félagsleg heimaþjónusta, sem sveitarfélögin sinna, er fyrir þá sem búa í heimahúsum en þurfa aðstoð við að sjá um heimilishald og persónulega umhirðu. Tilgangur heimahjúkrunar, sem er á forræði ríkis, er að gera fólki kleift að búa heima þrátt fyrir veikindi eða heilsubrest. Oft skarast þessir þjónustuþættir og óvissa ríkir um hver á að gera hvað. Slík óvissa bitnar auðvitað mest á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og því nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög skýri og skilgreini betur hvoru megin lækjar ábyrgðin liggur. Ótækt að festa eldra fólk á sjúkrahúsum Það liggur fyrir, miðað við þá biðlista sem eru til staðar, að nauðsynlegt er að fjölga hjúkrunarheimilum. Það er auðvitað ótækt að ekki skuli vera hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsi vegna skorts á úrræðum. Þetta eykur allan kostnað við heilbrigðisþjónustu þar sem verið er að nýta dýrasta úrræðið þegar aðrir kostir þyrftu að vera til staðar. Framkvæmdasjóður aldraðravar stofnaður árið 1999. Hann starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu heilbrigðisráðuneytisins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem lagt er á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Lagabreyting var gerð á sjóðnum árið 2004 og heimild veitt til þess að nýta sjóðinn til viðhalds hjúkrunarheimila. Fjármunir nýttir í rekstur en ekki fjárfestingar Árið 2011 var hins vegar sett inn bráðabirgðaákvæði sem heimilaði að sjóðurinn yrði nýttur til reksturs og samkvæmt uppgjöri 2015 var staðan þannig að einungis 40% af fjármunum sjóðsins er nýttur í það sem hann var upphaflega stofnaður til, það er til fjárfestingar í úrræðum í öldrunarþjónustu. Þá hefur það verið haft eftir Sigurði Jónssyni, sem er fulltrúi Landssambands eldri borgara í stjórn Framkvæmdasjóðs, að þriðjungur tekna sjóðsins hafi á árunum 2011-2017 verið notaður í rekstur. Þá vekur það einnig athygli að sumir landshlutar hafa fengið talsvert minna af fjármunum úr Framkvæmdasjóði einhverra hluta vegna en slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað. Ríkissjóður fær lánað hjá Framkvæmdasjóði aldraðra Ríkissjóðurskuldaði Framkvæmdasjóði aldraðra tæpa 2,9 milljarða króna í árslok 2019 samkvæmt ársreikningnum, sem var þá rúmlega gjaldið sem lagt var á fólk það ár. Það er um það bil kostnaðurinn við fullbúið 60 rýma hjúkrunarheimili. Mér finnst vel hægt að líkja þessu við formann húsfélags sem fengi lánað úr hússjóðnum til eigin nota. Eitthvað myndi nú verða sagt við því. Ný búsetuúrræði Öldrunarþjónusta er talsvert fjárfrekur málaflokkur og því er nauðsynlegt að fjölga þeim úrræðum sem málaflokknum tilheyra, bæði til þess að auka fjölbreytni en einnig til þess að fara betur með fjármuni. Einn af þeim kostum sem rétt væri að skoða er búsetuúrræði einhvers staðar á milli þess að búa heima eða vera á hjúkrunarheimili. Það gæti verið kostur að byggja dvalarheimili þar sem hver og einn hefði sína íbúð og boðið væri upp á sameiginleg rými eins og matsal og sali þar sem hægt væri að bjóða upp á félagslega virkni, líkamsrækt, tómstundir og samveru. Það eru ekki allir sem treysta sér til að búa einir eftir að hafa til dæmis misst maka sinn og margir eiga það á hættu að einangrast félagslega. Ef fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra væru nýttir til þess sem þeir voru upphaflega ætlaðir til, væri hægt að fjölga úrræðum í þessum málaflokki verulega. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar