Neysla Íslendinga meiri en fyrir Covid-19 faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júlí 2021 10:28 Neyslan er orðin meiri en fyrir faraldurinn. Getty Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda. Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“ Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi. „Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“ 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019. „Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“ Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%. „Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“
Íslenska krónan Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent