Viðskipti innlent

Neysla Ís­lendinga meiri en fyrir Co­vid-19 far­aldurinn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Neyslan er orðin meiri en fyrir faraldurinn.
Neyslan er orðin meiri en fyrir faraldurinn. Getty

Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda.

Seðlabanki Íslands birti nýverið gögn um veltu innlendra greiðslukorta í júní. Samanlagt jókst kortavelta um 8% á milli ára í júní miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands nam alls 84 milljörðum króna og jókst um 3% á milli ára miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga nam 12,4 milljörðum króna og jókst um 64% milli ára miðað við fast gengi.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Sé miðað við kortaveltu í júní 2019, þegar engin áhrif voru af faraldrinum, mælist aukningin 9% að raunvirði. Innanlands mældist aukningin 20% miðað við fast verðlag, en samdráttur erlendis upp á 33% miðað við fast gengi.

„Við sjáum því að þó kortavelta erlendis aukist erum við ekki farin að kaupa vörur og þjónustu erlendis frá í sama mæli og fyrir faraldur, enda mælast ferðalög enn þá langtum gætti en í venjulegu árferði.“

97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum

Eftir því sem faraldrinum linnir og ferðalög verða almennari má gera ráð fyrir því að neyslan færist aftur meira út fyrri landsteinana og er 97% aukning í kaupum á skipulögðum ferðum og þjónustu ferðaskrifstofa vísbending um það. Kaup Íslendinga á pakkaferðum sé þó enn ríflega fjörutíu prósent minni en var í júní 2019.

„Og er því enn nokkuð í land með að við sjáum ferðalög komast aftur á þann stað sem var fyrir faraldur.“

Á öðrum ársfjórðungi jókst kortaveltan alls um tæp 15% milli ára. Sé kortavelta miðuð við annan ársfjórðung árið 2019 mælist aukning í kortaveltu upp á 2%.

„Í maí spáðum við því að á þessu ári myndi einkaneyslan ná sama stigi og var árið 2019. Ef marka má gögn um kortaveltu á fyrri hluta árs virðist sú spá ætla að rætast.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,44
8
20.516
SYN
0,87
10
87.538
KVIKA
0,75
29
431.957
REGINN
0,68
3
16.500
SVN
0,45
21
87.385

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,85
11
59.252
ICESEA
-1,85
6
13.772
MAREL
-1,71
26
345.126
SIMINN
-1,63
60
367.415
LEQ
-1,6
1
729
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.